Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 22:33 Milosevic steig harkalega á Arnór Ingva sem skiljanlega engdist um af kvölum og var haltur eftir brotið. Skjáskot/Max Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason meiddist í ökkla eftir fólskulegt brot Alexanders Milosevic í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þjálfari hans segir engan annan í deildinni svo harðan af sér að halda áfram leik eins og Arnór gerði. Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember. Sænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember.
Sænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira