Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:17 Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum. Stjórnvöld hafa nú boðað tvöföldun kolefnisgjalds, sem á að skila 7,6 milljörðum króna til viðbótar. Nú vill svo til að kolefnisgjald er ekki ýkja oft til umræðu. Einna helst þegar það hækkar, sem það hefur vissulega gert og reyndar fimmfaldast frá því það var tekið upp árið 2010. Verði af þessari hækkun þá hefur þetta gjald tífaldast á 14 árum. Tvöföldun skattsins fyrir sjávarútveg Í frumvarpsdrögum um kílómetragjald á ökutæki, sem ætlað er að gera breytingar á skattlagningu af veganotkun, er einnig fjallað um breytingar á kolefnisgjaldi. Áhrif á ökutæki sem brenna eldsneyti er augljóslega ætlað að vera lítil sem engin og í raun breyting á gjaldtöku en ekki bein hækkun, þó undantekningar séu á því. Aftur á móti skortir alla umfjöllun og mat á áhrifum á aðrar greinar en samgöngur sem ekki nota vegakerfið. Það er skylda stjórnvalda að leggja mat á og upplýsa hvaða afleiðingar lagabreytingarnar muni hafa. Þetta hefur því miður misfarist og í frumvarpinu er ekki lagt mat á áhrif hækkunar gjaldsins á fiskiskip. Fyrir liggur að sjávarútvegur greiðir nú þegar 30-35% af öllu kolefnisgjaldi. Ef breytingin nær fram að ganga munu þessir umhverfisskattar frá fiskiskipaflotanum hækka úr 2,2 milljörðum króna í 4,4 milljarða króna. En hvaða áhrif hefur slík hækkun á greinina? Það segir sig sjálft að áhrifin verða töluverð. Ekki síst vegna þess að margar af þeim þjóðum sem við keppum við hafa undanþegið sjávarútveg frá slíkum greiðslum. Í Noregi þurfa fyrirtæki að greiða kolefnisgjald. Sá er þó munurinn að norska ríkið endurgreiðir fiskiskipum stóran hluta þess. Norski matvælaráðherrann hefur í ofanálag ákveðið að bæta verulega í þessar endurgreiðslur, enda þjónaði gjaldið að sögn ekki tilgangi sínum, sem átti að vera hvatning til að nota græna orku. Hún orðaði það á þann hátt að þegar ekki væru til aðrar lausnir, þá væri ekki verjandi að ýta heilli atvinnugrein yfir brúnina. Orkan er uppseld Það væri heillandi ef íslensk stjórnvöld myndu átta sig á þessu. Ekki aðeins þegar kemur að fiskiskipum heldur líka gagnvart fiskimjölsverksmiðjum. Miklum fjármunum hefur verið varið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja til að stuðla að frekari orkuskiptum í sjávarútvegi. Nú er hins vegar svo komið að rafmagnið er uppselt og því eru fiskimjölsverksmiðjurnar tilneyddar til frekari notkunar á olíu. Og fyrir það er þeim nú refsað með aukinni skattheimtu. Það ættu flestir að sjá óréttlætið í þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir að hækkun kolefnisgjalds mun leggjast sérstaklega þungt á íslenskan sjávarútveg og það með ósanngjörnum hætti. Það má fullyrða að engin atvinnugrein hefur undanfarin ár lagt jafn ríka áherslu á umhverfisvænan rekstur og sjávarútvegurinn. Þar sem grænar lausnir eru mögulegar hefur sjávarútvegurinn verið í fararbroddi svo eftir hefur verið tekið. Hægt er að nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip, endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra, landtengingar við hafnir og margt fleira. Með hagræðingu í fiskiskipaflotanum, færri og stærri skipum og nýjum lausnum, hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun. Staðreyndin er sú að íslenski flotinn hefur dregið úr olíunotkun um tæp 40% á síðustu 35 árum. Til að setja það í samhengi er mikilvægt að benda á að á sama tíma hefur heildarolíunotkun Íslands aukist! Minnkandi samkeppnishæfni Lega Íslands, og staðsetning helstu fiskimiða okkar og markaða, er með þeim hætti að við þurfum olíu áfram. Þó að í gangi séu tilraunir með grænt eldsneyti fyrir fiskiskip, þá liggur fyrir að slíkar lausnir eru ekki í sjónmáli. Tvöföldun á kolefnisgjaldi er því mikið högg fyrir greinina og mun í raun vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum með því að skerða fjárfestingargetu fyrirtækjanna í umhverfisvænni tækni og lausnum. Kolefnisgjald hljómar eins og gjald sem eðlilegt er að greiða til að leggja okkar af mörkum til umhverfismála. Niðurstaðan er hins vegar þveröfug, eins og hér hefur verið bent á. Við það bætist að samkeppnisstaða strandsiglinga versnar til muna á meðan gjaldtaka lækkar á eyðslufrekustu vörubílana sem slíta vegakerfið í stórum stíl. Það er vandséð hvernig það eigi að stuðla að eflingu strandsiglinga með vörur sem stefnt er að. Að auki hækka álögur á rafmagns- og eyðslugranna bíla meira en á eyðslumeiri farartæki. Staðreyndin er sú að gjaldið er í raun skattur sem hefur hækkað stjórnlaust síðustu árin. Honum er laumað í gegn í nafni umhverfisins og nú á að sækja 7,6 milljarða til viðbótar með grænþvotti. Það eina sem þessi skattlagning gerir er að veikja íslenskan sjávarútveg, höggva skarð í samkeppnisstöðu Íslendinga og draga úr fjárfestingargetu íslenskra fyrirtækja - í raunverulega grænum lausnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum. Stjórnvöld hafa nú boðað tvöföldun kolefnisgjalds, sem á að skila 7,6 milljörðum króna til viðbótar. Nú vill svo til að kolefnisgjald er ekki ýkja oft til umræðu. Einna helst þegar það hækkar, sem það hefur vissulega gert og reyndar fimmfaldast frá því það var tekið upp árið 2010. Verði af þessari hækkun þá hefur þetta gjald tífaldast á 14 árum. Tvöföldun skattsins fyrir sjávarútveg Í frumvarpsdrögum um kílómetragjald á ökutæki, sem ætlað er að gera breytingar á skattlagningu af veganotkun, er einnig fjallað um breytingar á kolefnisgjaldi. Áhrif á ökutæki sem brenna eldsneyti er augljóslega ætlað að vera lítil sem engin og í raun breyting á gjaldtöku en ekki bein hækkun, þó undantekningar séu á því. Aftur á móti skortir alla umfjöllun og mat á áhrifum á aðrar greinar en samgöngur sem ekki nota vegakerfið. Það er skylda stjórnvalda að leggja mat á og upplýsa hvaða afleiðingar lagabreytingarnar muni hafa. Þetta hefur því miður misfarist og í frumvarpinu er ekki lagt mat á áhrif hækkunar gjaldsins á fiskiskip. Fyrir liggur að sjávarútvegur greiðir nú þegar 30-35% af öllu kolefnisgjaldi. Ef breytingin nær fram að ganga munu þessir umhverfisskattar frá fiskiskipaflotanum hækka úr 2,2 milljörðum króna í 4,4 milljarða króna. En hvaða áhrif hefur slík hækkun á greinina? Það segir sig sjálft að áhrifin verða töluverð. Ekki síst vegna þess að margar af þeim þjóðum sem við keppum við hafa undanþegið sjávarútveg frá slíkum greiðslum. Í Noregi þurfa fyrirtæki að greiða kolefnisgjald. Sá er þó munurinn að norska ríkið endurgreiðir fiskiskipum stóran hluta þess. Norski matvælaráðherrann hefur í ofanálag ákveðið að bæta verulega í þessar endurgreiðslur, enda þjónaði gjaldið að sögn ekki tilgangi sínum, sem átti að vera hvatning til að nota græna orku. Hún orðaði það á þann hátt að þegar ekki væru til aðrar lausnir, þá væri ekki verjandi að ýta heilli atvinnugrein yfir brúnina. Orkan er uppseld Það væri heillandi ef íslensk stjórnvöld myndu átta sig á þessu. Ekki aðeins þegar kemur að fiskiskipum heldur líka gagnvart fiskimjölsverksmiðjum. Miklum fjármunum hefur verið varið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja til að stuðla að frekari orkuskiptum í sjávarútvegi. Nú er hins vegar svo komið að rafmagnið er uppselt og því eru fiskimjölsverksmiðjurnar tilneyddar til frekari notkunar á olíu. Og fyrir það er þeim nú refsað með aukinni skattheimtu. Það ættu flestir að sjá óréttlætið í þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir að hækkun kolefnisgjalds mun leggjast sérstaklega þungt á íslenskan sjávarútveg og það með ósanngjörnum hætti. Það má fullyrða að engin atvinnugrein hefur undanfarin ár lagt jafn ríka áherslu á umhverfisvænan rekstur og sjávarútvegurinn. Þar sem grænar lausnir eru mögulegar hefur sjávarútvegurinn verið í fararbroddi svo eftir hefur verið tekið. Hægt er að nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip, endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra, landtengingar við hafnir og margt fleira. Með hagræðingu í fiskiskipaflotanum, færri og stærri skipum og nýjum lausnum, hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun. Staðreyndin er sú að íslenski flotinn hefur dregið úr olíunotkun um tæp 40% á síðustu 35 árum. Til að setja það í samhengi er mikilvægt að benda á að á sama tíma hefur heildarolíunotkun Íslands aukist! Minnkandi samkeppnishæfni Lega Íslands, og staðsetning helstu fiskimiða okkar og markaða, er með þeim hætti að við þurfum olíu áfram. Þó að í gangi séu tilraunir með grænt eldsneyti fyrir fiskiskip, þá liggur fyrir að slíkar lausnir eru ekki í sjónmáli. Tvöföldun á kolefnisgjaldi er því mikið högg fyrir greinina og mun í raun vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum með því að skerða fjárfestingargetu fyrirtækjanna í umhverfisvænni tækni og lausnum. Kolefnisgjald hljómar eins og gjald sem eðlilegt er að greiða til að leggja okkar af mörkum til umhverfismála. Niðurstaðan er hins vegar þveröfug, eins og hér hefur verið bent á. Við það bætist að samkeppnisstaða strandsiglinga versnar til muna á meðan gjaldtaka lækkar á eyðslufrekustu vörubílana sem slíta vegakerfið í stórum stíl. Það er vandséð hvernig það eigi að stuðla að eflingu strandsiglinga með vörur sem stefnt er að. Að auki hækka álögur á rafmagns- og eyðslugranna bíla meira en á eyðslumeiri farartæki. Staðreyndin er sú að gjaldið er í raun skattur sem hefur hækkað stjórnlaust síðustu árin. Honum er laumað í gegn í nafni umhverfisins og nú á að sækja 7,6 milljarða til viðbótar með grænþvotti. Það eina sem þessi skattlagning gerir er að veikja íslenskan sjávarútveg, höggva skarð í samkeppnisstöðu Íslendinga og draga úr fjárfestingargetu íslenskra fyrirtækja - í raunverulega grænum lausnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar