Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 4. nóvember 2024 15:32 Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Lögreglan Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT).
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun