Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 10:08 Bergþór Ólason skýtur á Bjarna og Sigurð Inga sem hafa vakið athygli fyrir graskersútskurð annars vegar og eldræðu lesna af spjaldtölvu í beinni útsendingu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag. Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira
Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira