Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar 4. nóvember 2024 06:17 Ímyndum okkur kolkrabba – með þungt höfuð og kalda fálmara sem smjúga inn í hvert horn samfélagsins. Angarnir teygja sig út um allt, vefja sig utan um okkur og sjúga til sín allt sem nærir þjóðina. Þetta er valdakerfið, byggt á græðgi, sem hefur læst klónum í fjármálakerfið, stjórnmálin og viðskiptalífið. Það heldur okkur föstum í fjötrum og mergsýgur íslenska þjóðarsál – hægt og rólega, en ákveðið. Stuttur tími til breytinga Kosningar nálgast og enn er tími til að rjúfa hlekki vanans – þessa vana að kjósa alltaf sömu flokkana og vonast eftir annarri niðurstöðu. Á Íslandi eru nú yfir 60.000 heimili í alvarlegum skuldavanda. Þetta eru tugþúsundir einstaklinga, fólk sem þarf að velja á milli þess að borga húsaleigu eða húsnæðislán eða kaupa í matinn. Hvernig geta stjórnmálaleiðtogarnir okkar enn staðið kokhraustir fyrir framan þjóðina og reynt að sannfæra okkur um að „allt sé í skínandi lagi“ og segja að allt „sé að koma“ þrátt fyrir margra ára stjórnarsetu.? Hvernig geta þeir reynt að selja okkur sömu lygarnar, ár eftir ár? Þeir hafa barist fyrir eigin hag, en þrælað okkur svo miskunnarlaust í vinnu að við höfum ekki lengur orku til að mótmæla. Að græða á eymd annarra Já, kannski er „allt í lagi“ hjá ákveðnum hópi á Íslandi – þeim sem eiga feitustu bankareikningana og njóta stöðugrar arðsemi. Þetta er valdaelítan, kolkrabbinn, sem hefur læst klóm sínum í öll kerfin og þrífst á því að halda okkur í fjötrum. Á meðan við erum föst í skuldum eiga þau alltaf til afgang. Á meðan við höfum áhyggjur af næstu afborgun er lífið blússandi gott hjá þeim. Og nú, rétt fyrir kosningar, segjast þessi sömu öfl allt í einu hafa lausnir á okkar vandamálum. Lausnir sem þau hafa ekki sinnt þessi síðustu ár. Hvar hafa þessi loforð verið fram að þessu? Hvers vegna ættum við að trúa þeim núna, þegar þau hafa engu sinnt hingað til? Þetta eru „lausnir“ sem eiga aðeins að blekkja okkur næstu vikurnar – rétt nóg til að ná atkvæðum okkar. Og þegar kosningunum lýkur, snýr allt aftur í sama farið. Við þurfum að rjúfa þetta lyganet Það er kominn tími til að greina hismið frá kjarnanum. Við verðum að sjá í gegnum allar hliðarumræðurnar sem á að nota til að afvegaleiða okkur. Við eigum ekki að láta blekkjast af málum sem á að nota til að skipta okkur upp í stríðandi fylkingar – málum eins og fóstureyðingum eða Gaza og Úkraínu. Þetta eru ekki aðalatriðin hér og nú. Þetta er taktík til að dreifa athyglinni frá því sem raunverulega skiptir máli. Divide and conquer, eins og sagt er – að sundra okkur og sigra. Og til þess eru notuð hitamál sem spila beint á okkar dýpstu tilfinningar og siðferði. Aðalatriðið er að ná tökum á kerfi sem heldur okkur föstum í fjármálafjötrum og drekkir öllum sem reyna að komast af. Það eru vextirnir, verðbólgan og vaxtaokrið sem hrekur fólk á barm örvæntingar og eyðileggur framtíð barna okkar. Þetta er kerfi sem þrífst á því að halda óbreyttu ástandi, svo valdið geti haldist í sömu höndum, svo valdhafar geti haldið áfram að kreista.Ef við ætlum að takast á við aðra þætti samfélagsins, eins og menntun og heilbrigði, þá verður fyrst að lækka vaxtaokrið. Þá losnar um fjármagn til að ráðast í raunverulegar umbætur fyrir framtíðina. Raunveruleg mannréttindi Það er kominn tími til að við horfumst í augu við veruleikann. Það er ekki eðlilegt að öryrkjar, aldraðir og láglaunafólk þurfi að velja á milli þess að kaupa í matinn eða eiga fyrir húsnæði. Það er ekki eðlilegt að almennur launamaður þurfi að standa í tveimur til þremur vinnum til að ná endum saman. Þetta eru mannréttindi sem eru brotin á fólki á hverjum degi – og það virðist engum í valdastöðum finnast það skipta máli. Ef til vill sérðu ekki þessa skelfilegu mynd ef þú býrð í JL-húsinu eða ert hluti af þessum „réttu“ hópum sem kerfið þjónar. Og það er ekki bara fólkið í landinu sem þjáist; fyrirtækin líða fyrir þetta ástand líka. Bændur, smáfyrirtæki og heilar atvinnugreinar eru að drukkna í þessu vaxtaokri. Hver á að standa undir þessu? Hvað verður eftir af íslenskum efnahag ef þetta heldur áfram? Skýr samanburður Til að átta okkur betur á þessum fjármálafjötrum sem við erum föst í, skoðum dæmi af húsnæðisláni. Hér er einföld tafla sem sýnir mánaðarlega greiðslubyrði fyrir húsnæðislán upp á 60 milljónir króna til 30 ára með algengum breytilegum vöxtum í hverju landi: Land Lánsfjárhæð Vaxtakjör Lánstími (ár) Mánaðarleg greiðsla Ísland 60.000.000 kr. 10,5% 30 548.844 kr. Danmörk 60.000.000 kr. 1,5% 30 207.072 kr. Svíþjóð 60.000.000 kr. 2,0% 30 221.772 kr. Noregur 60.000.000 kr. 2,5% 30 237.073 kr. Finnland 60.000.000 kr. 1,5% 30 207.072 kr. Þessi tafla sýnir að mánaðarleg greiðslubyrði er hæst á Íslandi vegna hærri vaxta, en lægri í hinum löndunum þar sem vaxtakjör eru hagstæðari. Keisarinn er nakinn Ég á erfitt með að skilja þessa hegðun þeirra sem stjórna – hvernig þau geta haldið áfram að nýta sér vald sitt og horft fram hjá siðferðilegri skyldu sinni gagnvart þjóðinni. Þau hafa látið græðgina ráða för, selja okkur, selja auðlindir okkar, selja sjálfstæði okkar og skerða frelsi okkar sem einstaklinga. Þau nota Seðlabankann sem svipu og hækka stýrivexti við minnsta mótþróa. Þessi sama valdaelíta hefur horft aðgerðarlaus á meðan heilbrigðiskerfið molnar, geðheilsa fólks versnar, skólakerfið er í upplausn og efnahagskerfið hrynja. En núna, mánuði fyrir kosningar, koma þau fram með „lausnir“ eins og þau hafi allt í einu fengið andagift. Það er kominn tími til að við stöndum upp og segjum: Nóg er nóg! Við sjáum í gegnum þetta. Keisarinn er nakinn og nú sjáum við loks hina ósýnilegu fjötra sem hafa kæft okkur svo lengi. Þessum hópi er ekki treystandi til að stjórna landinu lengur. Við ætlum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það er kominn tími til að brjóta niður vald kolkrabbans, tími til að endurheimta samfélag þar sem mannréttindi eru virt og þar sem stjórnmálamenn vinna fyrir fólkið, ekki örfáa auðmenn. Við höfum máttinn til að breyta þessu – ef við þorum að taka fyrsta skrefið. Það er kominn tími til að endurheimta Ísland, losa okkur við fjötra græðginnar og byggja upp nýtt samfélag. Þetta land á betra skilið, og við eigum betra skilið. Höfundur skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur kolkrabba – með þungt höfuð og kalda fálmara sem smjúga inn í hvert horn samfélagsins. Angarnir teygja sig út um allt, vefja sig utan um okkur og sjúga til sín allt sem nærir þjóðina. Þetta er valdakerfið, byggt á græðgi, sem hefur læst klónum í fjármálakerfið, stjórnmálin og viðskiptalífið. Það heldur okkur föstum í fjötrum og mergsýgur íslenska þjóðarsál – hægt og rólega, en ákveðið. Stuttur tími til breytinga Kosningar nálgast og enn er tími til að rjúfa hlekki vanans – þessa vana að kjósa alltaf sömu flokkana og vonast eftir annarri niðurstöðu. Á Íslandi eru nú yfir 60.000 heimili í alvarlegum skuldavanda. Þetta eru tugþúsundir einstaklinga, fólk sem þarf að velja á milli þess að borga húsaleigu eða húsnæðislán eða kaupa í matinn. Hvernig geta stjórnmálaleiðtogarnir okkar enn staðið kokhraustir fyrir framan þjóðina og reynt að sannfæra okkur um að „allt sé í skínandi lagi“ og segja að allt „sé að koma“ þrátt fyrir margra ára stjórnarsetu.? Hvernig geta þeir reynt að selja okkur sömu lygarnar, ár eftir ár? Þeir hafa barist fyrir eigin hag, en þrælað okkur svo miskunnarlaust í vinnu að við höfum ekki lengur orku til að mótmæla. Að græða á eymd annarra Já, kannski er „allt í lagi“ hjá ákveðnum hópi á Íslandi – þeim sem eiga feitustu bankareikningana og njóta stöðugrar arðsemi. Þetta er valdaelítan, kolkrabbinn, sem hefur læst klóm sínum í öll kerfin og þrífst á því að halda okkur í fjötrum. Á meðan við erum föst í skuldum eiga þau alltaf til afgang. Á meðan við höfum áhyggjur af næstu afborgun er lífið blússandi gott hjá þeim. Og nú, rétt fyrir kosningar, segjast þessi sömu öfl allt í einu hafa lausnir á okkar vandamálum. Lausnir sem þau hafa ekki sinnt þessi síðustu ár. Hvar hafa þessi loforð verið fram að þessu? Hvers vegna ættum við að trúa þeim núna, þegar þau hafa engu sinnt hingað til? Þetta eru „lausnir“ sem eiga aðeins að blekkja okkur næstu vikurnar – rétt nóg til að ná atkvæðum okkar. Og þegar kosningunum lýkur, snýr allt aftur í sama farið. Við þurfum að rjúfa þetta lyganet Það er kominn tími til að greina hismið frá kjarnanum. Við verðum að sjá í gegnum allar hliðarumræðurnar sem á að nota til að afvegaleiða okkur. Við eigum ekki að láta blekkjast af málum sem á að nota til að skipta okkur upp í stríðandi fylkingar – málum eins og fóstureyðingum eða Gaza og Úkraínu. Þetta eru ekki aðalatriðin hér og nú. Þetta er taktík til að dreifa athyglinni frá því sem raunverulega skiptir máli. Divide and conquer, eins og sagt er – að sundra okkur og sigra. Og til þess eru notuð hitamál sem spila beint á okkar dýpstu tilfinningar og siðferði. Aðalatriðið er að ná tökum á kerfi sem heldur okkur föstum í fjármálafjötrum og drekkir öllum sem reyna að komast af. Það eru vextirnir, verðbólgan og vaxtaokrið sem hrekur fólk á barm örvæntingar og eyðileggur framtíð barna okkar. Þetta er kerfi sem þrífst á því að halda óbreyttu ástandi, svo valdið geti haldist í sömu höndum, svo valdhafar geti haldið áfram að kreista.Ef við ætlum að takast á við aðra þætti samfélagsins, eins og menntun og heilbrigði, þá verður fyrst að lækka vaxtaokrið. Þá losnar um fjármagn til að ráðast í raunverulegar umbætur fyrir framtíðina. Raunveruleg mannréttindi Það er kominn tími til að við horfumst í augu við veruleikann. Það er ekki eðlilegt að öryrkjar, aldraðir og láglaunafólk þurfi að velja á milli þess að kaupa í matinn eða eiga fyrir húsnæði. Það er ekki eðlilegt að almennur launamaður þurfi að standa í tveimur til þremur vinnum til að ná endum saman. Þetta eru mannréttindi sem eru brotin á fólki á hverjum degi – og það virðist engum í valdastöðum finnast það skipta máli. Ef til vill sérðu ekki þessa skelfilegu mynd ef þú býrð í JL-húsinu eða ert hluti af þessum „réttu“ hópum sem kerfið þjónar. Og það er ekki bara fólkið í landinu sem þjáist; fyrirtækin líða fyrir þetta ástand líka. Bændur, smáfyrirtæki og heilar atvinnugreinar eru að drukkna í þessu vaxtaokri. Hver á að standa undir þessu? Hvað verður eftir af íslenskum efnahag ef þetta heldur áfram? Skýr samanburður Til að átta okkur betur á þessum fjármálafjötrum sem við erum föst í, skoðum dæmi af húsnæðisláni. Hér er einföld tafla sem sýnir mánaðarlega greiðslubyrði fyrir húsnæðislán upp á 60 milljónir króna til 30 ára með algengum breytilegum vöxtum í hverju landi: Land Lánsfjárhæð Vaxtakjör Lánstími (ár) Mánaðarleg greiðsla Ísland 60.000.000 kr. 10,5% 30 548.844 kr. Danmörk 60.000.000 kr. 1,5% 30 207.072 kr. Svíþjóð 60.000.000 kr. 2,0% 30 221.772 kr. Noregur 60.000.000 kr. 2,5% 30 237.073 kr. Finnland 60.000.000 kr. 1,5% 30 207.072 kr. Þessi tafla sýnir að mánaðarleg greiðslubyrði er hæst á Íslandi vegna hærri vaxta, en lægri í hinum löndunum þar sem vaxtakjör eru hagstæðari. Keisarinn er nakinn Ég á erfitt með að skilja þessa hegðun þeirra sem stjórna – hvernig þau geta haldið áfram að nýta sér vald sitt og horft fram hjá siðferðilegri skyldu sinni gagnvart þjóðinni. Þau hafa látið græðgina ráða för, selja okkur, selja auðlindir okkar, selja sjálfstæði okkar og skerða frelsi okkar sem einstaklinga. Þau nota Seðlabankann sem svipu og hækka stýrivexti við minnsta mótþróa. Þessi sama valdaelíta hefur horft aðgerðarlaus á meðan heilbrigðiskerfið molnar, geðheilsa fólks versnar, skólakerfið er í upplausn og efnahagskerfið hrynja. En núna, mánuði fyrir kosningar, koma þau fram með „lausnir“ eins og þau hafi allt í einu fengið andagift. Það er kominn tími til að við stöndum upp og segjum: Nóg er nóg! Við sjáum í gegnum þetta. Keisarinn er nakinn og nú sjáum við loks hina ósýnilegu fjötra sem hafa kæft okkur svo lengi. Þessum hópi er ekki treystandi til að stjórna landinu lengur. Við ætlum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það er kominn tími til að brjóta niður vald kolkrabbans, tími til að endurheimta samfélag þar sem mannréttindi eru virt og þar sem stjórnmálamenn vinna fyrir fólkið, ekki örfáa auðmenn. Við höfum máttinn til að breyta þessu – ef við þorum að taka fyrsta skrefið. Það er kominn tími til að endurheimta Ísland, losa okkur við fjötra græðginnar og byggja upp nýtt samfélag. Þetta land á betra skilið, og við eigum betra skilið. Höfundur skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun