Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2024 14:01 José Mourinho og Damien Duff halda enn sambandi rúmum tveimur áratugum eftir að leiðir þeirra skildust hjá Chelsea. getty / fotojet Damien Duff stýrði liði Shelbourne til fyrsta deildarmeistaratitilsins á Írlandi í 18 ár. Hann sótti innblástur til tíma síns sem leikmanns undir José Mourinho, sem sendi liðinu myndskilaboð fyrir leik og hvatti þá til sigurs. Shelbourne varð deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2004 með 1-0 sigri gegn Derry City. Harry Wood skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu sem markmaðurinn varði. Damien Duff tók við liðinu eftir tímabilið 2021 þegar það komst upp í efstu deild. Á fyrsta tímabilinu endaði Shelbourne í 7. sæti, svo 4. sæti áður en titlinum var hampað í ár. Shamrock Rovers, sem hefur komið hingað til lands síðustu tvö sumur og keppt við Breiðablik og Víking, hafði unnið írsku deildina fjögur ár í röð á undan. Damien Duff var á sínum tíma leikmaður Chelsea frá 2003-2006 undir José Mourinho, saman unnu þeir tvo Englandsmeistaratitla.Mike Egerton - PA Images via Getty Images „Ég reyni og við höfum reynt að byggja upp sama hugarfar og hann gerði, við gegn heiminum. Það væri galið að nýta ekki það sem ég lærði af honum. Alla vikuna reyndi ég að veita liðinu innblástur, svo á fundinum fyrir leik fengu strákarnir að myndskilaboð sem José sendi þeim. Hann útskyrði hvað þyrfti til að vinna titil sem lið, ekki sem einstaklingar. Þeim fannst þetta magnað. Myndbandið var sýnt bara tveimur tímum fyrir leik,“ sagði Duff og greindi einnig frá því að hann hafi reynt að hringja í Mourinho í fagnaðarlátunum inni í klefa eftir leik, en ekki fengið svar. Damien Duff reyndi að ná aftur á Mourinho eftir leik en fékk ekki svar. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Írland Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Shelbourne varð deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2004 með 1-0 sigri gegn Derry City. Harry Wood skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu sem markmaðurinn varði. Damien Duff tók við liðinu eftir tímabilið 2021 þegar það komst upp í efstu deild. Á fyrsta tímabilinu endaði Shelbourne í 7. sæti, svo 4. sæti áður en titlinum var hampað í ár. Shamrock Rovers, sem hefur komið hingað til lands síðustu tvö sumur og keppt við Breiðablik og Víking, hafði unnið írsku deildina fjögur ár í röð á undan. Damien Duff var á sínum tíma leikmaður Chelsea frá 2003-2006 undir José Mourinho, saman unnu þeir tvo Englandsmeistaratitla.Mike Egerton - PA Images via Getty Images „Ég reyni og við höfum reynt að byggja upp sama hugarfar og hann gerði, við gegn heiminum. Það væri galið að nýta ekki það sem ég lærði af honum. Alla vikuna reyndi ég að veita liðinu innblástur, svo á fundinum fyrir leik fengu strákarnir að myndskilaboð sem José sendi þeim. Hann útskyrði hvað þyrfti til að vinna titil sem lið, ekki sem einstaklingar. Þeim fannst þetta magnað. Myndbandið var sýnt bara tveimur tímum fyrir leik,“ sagði Duff og greindi einnig frá því að hann hafi reynt að hringja í Mourinho í fagnaðarlátunum inni í klefa eftir leik, en ekki fengið svar. Damien Duff reyndi að ná aftur á Mourinho eftir leik en fékk ekki svar. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images
Írland Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira