Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. nóvember 2024 10:40 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru handan við hornið og er enn ómögulegt að spá fyrir um hver niðurstaðan verður. Spennan er gríðarleg. Getty Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52