Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Atvik málsins áttu sér stað í íbúð konunnar í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna stunguárásar sem var framin á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði 2021. Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira