Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2024 11:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að nauðga ungri konu um nótt um miðjan desember í fyrra. Manninum var gefið að sök að nauðga konunni með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis og beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Þar var konan sem varð fyrir brotinu boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins. Þær tvær höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Ráp um herbergi sofandi konu Fyrir liggur í málinu að konan sem varð fyrir brotinu hafi orðið verulega miður sín vegna áfengisneyslu sinnar snemma um kvöldið. Hún hafi ekki þótt í ástandi til að vera á jólahlaðborðinu og því verið leidd á hótelherbergið þar sem hún svaf. Maðurinn kom á hótelið seinna um kvöldið ásamt sambýliskonu sinni. Þau voru líka í boði sömu vinkonu. Fram kemur að þau hafi skilið eigur sínar, eins og veski og vínföng, eftir á hótelherberginu. Um kvöldið hafi verið nokkuð ráp um herbergið, af hálfu þeirra sem og fleiri vitna. Konan sagðist hafa vaknað um nóttina við það að „ókunnugur erlendur karlmaður“ hafi verið í rúminu hjá henni og verið að færa hné hennar til og frá, og líka nærföt hennar. Þá hafi hann sett fingur í leggöng hennar og sleikt kynfæri hennar. Hún hafi stirðnað upp og brugðið á það ráð, sér til varnar að þykjast vera sofandi. Fram kemur að skömmu eftir þetta hafi hún hringt á Neyðarlínuna. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Austurlands að konan hafi verið staðföst í þessari lýsingu alla meðferð málsins. Þess má geta að fyrir dómi sagði hún að hún hefði einungis séð karlmanninn sem nauðgaði henni í örskotsstund, í um eina sekúndu, og hún treysti sér ekki til að segja hvort það væri maðurinn sem væri ákærður sem hefði átt í hlut. Maðurinn hélt því fram að hann hefði aldrei verið einn í hótelherberginu með konunni, en hann hafi verið ásamt sambýliskonunni nánast allt kvöldið. Sagði kynlíf líklega skýringu sæðisbletta Í laki rúmsins sem konan svaf í fundust víða sæðisblettir. Rannsókn leiddi í ljós að þeir hefðu sama DNA-snið og lífsýni sem voru tekin af manninum. Fyrir dómi sagði hann að í eitt skipti hafi hann farið inn í herbergið ásamt sambýliskonunni og vinkonunni. Sambýliskonan hafi farið á salernið og lokað að sér, en á meðan hefði hann og vinkonan stundað kynlíf í stutta stund fyrir framan herbergisrúmið. Maðurinn sagðist ekki hafa fengið fullnægingu en engu að síður væri möguleiki á því að sæði hans, einn eða fleiri dropar, hefðu getað komið frá honum. Maðurinn sagði það geta verið skýringu þess að lífsýni úr honum fannst í lakinu. Breytti framburði sínum Sambýliskonan hafði sagt í lögregluskýrslu að í hennar huga væri mjög ólíklegt að maðurinn og vinkonan hefðu stundað kynlíf á meðan hún var á salerninu. Fyrir dómi breytti hún þeim framburði og sagði mögulegt að þau hefðu stundað kynlíf. Hún sagðist hafa rifjað atburðarásina betur upp. Vinkonan hefur við alla meðferð málsins mótmælt frásögn mannsins um meint kynlíf þeirra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn konunnar í öllum atriðum verið einlæg, varfærinn og trúverðug. Þá styðji gögn málsins við frásögn hennar. Hins vegar segir dómurinn að maðurinn hafi ekki gefið neina haldbæra og trúverðuga skýringu á lífsýnunum sem fundust í lakinu. Þá hafi framburður hans breyst og skýringar hans harla ósennilegar. Því ákvað dómurinn að sakfella hann. Líkt og áður segir var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða konunni 2,2 milljónir í miskabætur, og um 5,3 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að nauðga konunni með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis og beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Þar var konan sem varð fyrir brotinu boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins. Þær tvær höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Ráp um herbergi sofandi konu Fyrir liggur í málinu að konan sem varð fyrir brotinu hafi orðið verulega miður sín vegna áfengisneyslu sinnar snemma um kvöldið. Hún hafi ekki þótt í ástandi til að vera á jólahlaðborðinu og því verið leidd á hótelherbergið þar sem hún svaf. Maðurinn kom á hótelið seinna um kvöldið ásamt sambýliskonu sinni. Þau voru líka í boði sömu vinkonu. Fram kemur að þau hafi skilið eigur sínar, eins og veski og vínföng, eftir á hótelherberginu. Um kvöldið hafi verið nokkuð ráp um herbergið, af hálfu þeirra sem og fleiri vitna. Konan sagðist hafa vaknað um nóttina við það að „ókunnugur erlendur karlmaður“ hafi verið í rúminu hjá henni og verið að færa hné hennar til og frá, og líka nærföt hennar. Þá hafi hann sett fingur í leggöng hennar og sleikt kynfæri hennar. Hún hafi stirðnað upp og brugðið á það ráð, sér til varnar að þykjast vera sofandi. Fram kemur að skömmu eftir þetta hafi hún hringt á Neyðarlínuna. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Austurlands að konan hafi verið staðföst í þessari lýsingu alla meðferð málsins. Þess má geta að fyrir dómi sagði hún að hún hefði einungis séð karlmanninn sem nauðgaði henni í örskotsstund, í um eina sekúndu, og hún treysti sér ekki til að segja hvort það væri maðurinn sem væri ákærður sem hefði átt í hlut. Maðurinn hélt því fram að hann hefði aldrei verið einn í hótelherberginu með konunni, en hann hafi verið ásamt sambýliskonunni nánast allt kvöldið. Sagði kynlíf líklega skýringu sæðisbletta Í laki rúmsins sem konan svaf í fundust víða sæðisblettir. Rannsókn leiddi í ljós að þeir hefðu sama DNA-snið og lífsýni sem voru tekin af manninum. Fyrir dómi sagði hann að í eitt skipti hafi hann farið inn í herbergið ásamt sambýliskonunni og vinkonunni. Sambýliskonan hafi farið á salernið og lokað að sér, en á meðan hefði hann og vinkonan stundað kynlíf í stutta stund fyrir framan herbergisrúmið. Maðurinn sagðist ekki hafa fengið fullnægingu en engu að síður væri möguleiki á því að sæði hans, einn eða fleiri dropar, hefðu getað komið frá honum. Maðurinn sagði það geta verið skýringu þess að lífsýni úr honum fannst í lakinu. Breytti framburði sínum Sambýliskonan hafði sagt í lögregluskýrslu að í hennar huga væri mjög ólíklegt að maðurinn og vinkonan hefðu stundað kynlíf á meðan hún var á salerninu. Fyrir dómi breytti hún þeim framburði og sagði mögulegt að þau hefðu stundað kynlíf. Hún sagðist hafa rifjað atburðarásina betur upp. Vinkonan hefur við alla meðferð málsins mótmælt frásögn mannsins um meint kynlíf þeirra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn konunnar í öllum atriðum verið einlæg, varfærinn og trúverðug. Þá styðji gögn málsins við frásögn hennar. Hins vegar segir dómurinn að maðurinn hafi ekki gefið neina haldbæra og trúverðuga skýringu á lífsýnunum sem fundust í lakinu. Þá hafi framburður hans breyst og skýringar hans harla ósennilegar. Því ákvað dómurinn að sakfella hann. Líkt og áður segir var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða konunni 2,2 milljónir í miskabætur, og um 5,3 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira