Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 11:14 Myndin sýnir þrjá þáverandi starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og Sigurður stendur fyrir aftan. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum. Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira