Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun