Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 31. október 2024 15:02 Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun