Skora á Höllu að stoppa Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 12:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi forseta Íslands á dögunum í aðdraganda þingrofs. Vísir/Vilhelm Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar
Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira