Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2024 21:21 Formaður starfshóps um fýsileika Vestmannaeyjaganga, Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, kynnti skýrsluna í dag. Innviðaráðuneyti Veggjöld gætu staðið undir kostnaði við Vestmannaeyjagöng. Þörf er á ítarlegri jarðfræðirannsóknum áður en hægt verður að kveða upp úr með það hvort slík göng séu fýsileg. Þetta eru helstu niðurstöður starfshóps sem skilaði skýrslu um málið til innviðaráðherra í dag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópurinn undir formennsku Kristínar Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðings, telur skynsamlegast að göngin myndu ná landi við bæinn Kross í Austur-Landeyjum. Þau þyrftu að liggja niður á allt að 220 metra dýpi undir sjávarmáli sökum þess hversu djúpt sé niður á fast berg milli lands og Eyja. Berglög við bæinn Kross mæla með því að þar verði gangamunni Landeyjamegin.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Nokkrir mismunandi valkostir við gerð jarðganga voru skoðaðar en niðurstaðan sú að horfa ætti til hefðbundinnar aðferðar; að bora og sprengja göngin. Kristín segir þó enn of mikla í óvissu um jarðfræðina. „Það þarf að fara í ítarlegri rannsóknir og kanna jarðlögin, í rauninni bæði þá við Heimaey og þar sem gangnamunnar verða,“ segir Kristín Skoða þurfi jarðlög, berg, misgengi og jarðhita á jarðgangaleiðum. Horft frá Heimaey til suðurstrandarinnar.Vilhelm Gunnarsson Hópurinn leggur til að unnin verði rannsókn í fjórum þrepum á jarðlögum og á hafsbotninum. Þá fyrst sé unnt að meta stofnkostnað og fýsileika jarðganga. Þrepaskipt rannsókn, með kjarnaborunum og bergmálsmælingum, er hins vegar talin kosta allt að 550 milljónir króna. „Umræðan mun örugglega halda áfram. Svarið var hvorki já né nei í skýrslunni enda var kannski ekki hægt að ætlast til þess. En ég vil undirstrika að það hefði getað orðið nei. En það er alls ekki nei,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Innviðaráðuneyti Starfshópurinn telur sýnt að ávinningur af Vestmannaeyjagöngum yrði mikill, einkum vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. Ennfremur að veggjöld gætu staðið undir kostnaði í heild eða að hluta auk þess sem rekstur ferju myndi sparast. Þannig telur starfshópurinn að veggjöld gætu skilað tveggja til þriggja milljarða króna árlegum tekjum. Þá fengist annar eins sparnaður ef ekki þyrfti að reka ferju milli lands og Eyja. Ráðherrann vill að farið verði í meiri rannsóknir. „En ávinningurinn er þvílíkur að það væri ábyrgðarhluti að gera ekkert meir. Og í mínum huga get ég bara svarað því að mér finnst eðlilegt að - við erum nú á þeim stað að það er ný ríkisstjórn væntanleg eftir næstu kosningar – þetta er verkefni sem slík ríkisstjórn þarf að taka,“ segir innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Vestmannaeyjar Rangárþing eystra Samgöngur Herjólfur Vegagerð Landeyjahöfn Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9. júní 2022 19:14 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. 27. júlí 2007 15:33 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópurinn undir formennsku Kristínar Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðings, telur skynsamlegast að göngin myndu ná landi við bæinn Kross í Austur-Landeyjum. Þau þyrftu að liggja niður á allt að 220 metra dýpi undir sjávarmáli sökum þess hversu djúpt sé niður á fast berg milli lands og Eyja. Berglög við bæinn Kross mæla með því að þar verði gangamunni Landeyjamegin.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Nokkrir mismunandi valkostir við gerð jarðganga voru skoðaðar en niðurstaðan sú að horfa ætti til hefðbundinnar aðferðar; að bora og sprengja göngin. Kristín segir þó enn of mikla í óvissu um jarðfræðina. „Það þarf að fara í ítarlegri rannsóknir og kanna jarðlögin, í rauninni bæði þá við Heimaey og þar sem gangnamunnar verða,“ segir Kristín Skoða þurfi jarðlög, berg, misgengi og jarðhita á jarðgangaleiðum. Horft frá Heimaey til suðurstrandarinnar.Vilhelm Gunnarsson Hópurinn leggur til að unnin verði rannsókn í fjórum þrepum á jarðlögum og á hafsbotninum. Þá fyrst sé unnt að meta stofnkostnað og fýsileika jarðganga. Þrepaskipt rannsókn, með kjarnaborunum og bergmálsmælingum, er hins vegar talin kosta allt að 550 milljónir króna. „Umræðan mun örugglega halda áfram. Svarið var hvorki já né nei í skýrslunni enda var kannski ekki hægt að ætlast til þess. En ég vil undirstrika að það hefði getað orðið nei. En það er alls ekki nei,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Innviðaráðuneyti Starfshópurinn telur sýnt að ávinningur af Vestmannaeyjagöngum yrði mikill, einkum vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. Ennfremur að veggjöld gætu staðið undir kostnaði í heild eða að hluta auk þess sem rekstur ferju myndi sparast. Þannig telur starfshópurinn að veggjöld gætu skilað tveggja til þriggja milljarða króna árlegum tekjum. Þá fengist annar eins sparnaður ef ekki þyrfti að reka ferju milli lands og Eyja. Ráðherrann vill að farið verði í meiri rannsóknir. „En ávinningurinn er þvílíkur að það væri ábyrgðarhluti að gera ekkert meir. Og í mínum huga get ég bara svarað því að mér finnst eðlilegt að - við erum nú á þeim stað að það er ný ríkisstjórn væntanleg eftir næstu kosningar – þetta er verkefni sem slík ríkisstjórn þarf að taka,“ segir innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Vestmannaeyjar Rangárþing eystra Samgöngur Herjólfur Vegagerð Landeyjahöfn Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9. júní 2022 19:14 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. 27. júlí 2007 15:33 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10
Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9. júní 2022 19:14
Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55
Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. 27. júlí 2007 15:33
Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27