Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 18:17 Shaw snýr ekki aftur á völlinn í bráð og getur því nýtt tímann í ræktinni. Charlotte Tattersall/Getty Images Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn. Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira