Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar 29. október 2024 15:33 Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar