Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar 29. október 2024 14:45 Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun