Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 29. október 2024 11:22 Mette Frederiksen, Bjarni Benediktsson og Volodýmýr Selenskíj á blaðamannafundi á Þingvöllum í gærkvöldi. Forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Vísir/Vilhelm Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“ Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18