Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 20:18 Selenskíj og Bjarni fyrir utan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum í dag. Fjölmiðlaskarinn fylgist með þeim. Vísir/Vilhelm Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira