Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 23:03 Mikel Arteta á hliðarlínunni um helgina. EPA-EFE/NEIL HALL Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins. Arteta hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður í sinni nálgun. Það var hins vegar næstum búið að skila Arsenal titlinum á síðustu leiktíð og í vetur hefur Spánverjinn því haldið sig við það upplegg. „Af því Arteta starfaði með Pep Guardiola töldum við hann vera lærisvein Pep. Ef maður horfir þá tvo þjálfara sem hafa náð hvað mestum árangri á síðustu 10-15 árum þá er Guardiola og hans leikstíll á einum enda og svo erum við með José Mourinho á hinum endanum.“ „Mikel Arteta er hægt og rólega að breytast í Mourinho-týpu af þjálfara. Eitthvað sem engin taldi að myndi gerast. Mér finnst virkilega áhugavert að skoða hvernig hann komst þangað.“ „Við sjáum um helgina að Arsenal er 2-1 yfir gegn Liverpool og að pressa ofarlega á vellinum. Arsenal er að spila virkilega vel í síðari hálfleik fellur liðið til baka. Ég veit að það vantaði lykilmenn í varnarlínuna vegna meiðsla en þeir eru enn með miðjuna og framlínuna sína.“ Aðspurður hvort hann telji það vera viljandi að Arsenal falli til baka til að verja fenginn hlut þá játti Carragher því. „Þetta kemur frá þjálfaranum og við sjáum þetta of oft,“ bætti Liverpool-maðurinn fyrrverandi við og nefndi leiki Arsenal gegn Bournemouth og Brighton & Hove Albion sem dæmi. "Mikel Arteta is slowly morphing into a Jose Mourinho type of manager" Do you agree with @Carra23? 🤔 pic.twitter.com/YWMiqPgSRZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 27, 2024 Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er með 18 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm minna en topplið Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Arteta hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður í sinni nálgun. Það var hins vegar næstum búið að skila Arsenal titlinum á síðustu leiktíð og í vetur hefur Spánverjinn því haldið sig við það upplegg. „Af því Arteta starfaði með Pep Guardiola töldum við hann vera lærisvein Pep. Ef maður horfir þá tvo þjálfara sem hafa náð hvað mestum árangri á síðustu 10-15 árum þá er Guardiola og hans leikstíll á einum enda og svo erum við með José Mourinho á hinum endanum.“ „Mikel Arteta er hægt og rólega að breytast í Mourinho-týpu af þjálfara. Eitthvað sem engin taldi að myndi gerast. Mér finnst virkilega áhugavert að skoða hvernig hann komst þangað.“ „Við sjáum um helgina að Arsenal er 2-1 yfir gegn Liverpool og að pressa ofarlega á vellinum. Arsenal er að spila virkilega vel í síðari hálfleik fellur liðið til baka. Ég veit að það vantaði lykilmenn í varnarlínuna vegna meiðsla en þeir eru enn með miðjuna og framlínuna sína.“ Aðspurður hvort hann telji það vera viljandi að Arsenal falli til baka til að verja fenginn hlut þá játti Carragher því. „Þetta kemur frá þjálfaranum og við sjáum þetta of oft,“ bætti Liverpool-maðurinn fyrrverandi við og nefndi leiki Arsenal gegn Bournemouth og Brighton & Hove Albion sem dæmi. "Mikel Arteta is slowly morphing into a Jose Mourinho type of manager" Do you agree with @Carra23? 🤔 pic.twitter.com/YWMiqPgSRZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 27, 2024 Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er með 18 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm minna en topplið Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira