Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar 29. október 2024 07:33 Enn á ný lifum við stjórnmálasögulega tíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur starfað í aldarfjórðung, í logni og stormi. Á 25 árum hefur VG sett mark sitt á samtímann með félagslegum áherslum, baráttu fyrir friði, náttúruvernd og fyrir réttindum og kjörum alþýðufólks. Engum nema Vinstrigrænum, með Katrínu Jakobsdóttur fremst í flokki, hefur tekist að halda hér saman ríkisstjórn þriggja gjörólíkra flokka í nærri 7 ár. Nú er þeim kafla lokið og hreyfingin býr sig undir að hitta kjósendur, í bjartsýni, gleði og baráttuhug. Ávinningar Fráfarandi stjórn kom mörgu til leiðar, en þó ekki mörgum þeim málum sem mestur ágreiningur er um milli hægri- og vinstrimanna. Mörgum Vinstrigrænum fannst íhaldið ráða ferðinni, en í herbúðum Sjálfstæðisflokksins ríkti megn óánægja með hve Vinstrigræn komu mörgum af sínum stefnumálum fram. Mestu skipti að það tókst að ná efnahagslegum og pólitískum stöðugleika 2017, eftir tvær skammlífar ríkisstjórnir, sem hrökkluðustu frá vegna siðferðibrests Íhalds og Miðflokks, og það tókst að sigla þjóðarskútunni gegnum heimsfaraldur og náttúruhamfarir. Þar áttu Vinstrigræn mestan þátt og tókst að verja kjör þess fólks sem veikast stóð. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði telur (í Heimildinni) að ríkisstjórnin hafi náð markverðum árangri við að ljúka málum sem hún lagði upp með, sérstaklega þegar litið er til þeirra stóru áskorana sem komu upp á stjórnartíð hennar. Stefanía nefnir í því samhengi gjaldþrot flugfélagsins Wow air, heimsfaraldur kórónuveirunnar og eldsumbrot á Reykjanesskaga. Hún segir að stjórninni hafi tekist að leiða til lykta mikilvæg mál, til að mynda í tvígang greitt fyrir kjarasamningum með aðgerðum sínum. Þá bendir hún einnig á að hagvöxtur hafi verið töluverður, að undanskildum árunum sem heimsfaraldurinn geisaði, og atvinnuleysi hefur verið lítið. Hins vegar segir Stefanía að ríkisstjórnin hafi ekki ráðist í róttækar breytingar sem einstaklingar og hagsmunahópar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi viljað sjá á kjörtímabilinu. Hingað og ekki lengra Vinstrihreyfingin grænt framboð er mannréttindahreyfing á Alþingi Íslendinga, sem hefur m.a. barist fyrir því að tekið væri vel á móti fólki á flótta. Í 7 ára ríkisstjórnarsamstafi við Sjálfstæðisflokkinn og hina stefnulausu Framsókn áttu þingmenn og ráðherrar VG í höggi við dómsmálaráðherra sem reyndu hvað þau gátu að loka landinu fyrir fóttafólki - líkt og gert var á árunum fyrir síðari heimstyrjöld, þegar landinu var nánast lokað fyrir Gyðingum á flótta undan morðóðum Nazistum. Vinstrihreyfingin varð þó að gefa viss mál eftir, en hafði veruleg áhrif á þær lagabreytingar sem þó voru gerðar. Að endingu sagði VG stopp - og þá sleit Bjarni stjórninni. Það er rétt í Heimildinni, að Vinstrihreyfingin samþykkti umrædd frumvörp, en vantar að geta þess að þá hafði sú hreyfing hreinsað úr þeim verstu mannvonskuna - gengið eins langt í því og hægt var án þess að stjórnin springi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar var ekkert um að þrengja skilyrði til fjölskyldusameiningar eða að svipta hælisleitendur þjónustu og alls ekkert um lokuð búsetuúrræði, eins og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ætlaði að knýja fram í haust. Þá var mælirinn fullur – og VG sagði nei. Frumvarp það fól í sér fasisma, fangabúðir og aðför að mannréttindum. Rauði krossinn, Mannréttindaskrifstofan, UNICEF og Barnaheill lýstu yfir áhyggjum af vistun barna í búsetuúrræðinu og sögðu ákvæði frumvarpsins óljós og matskennd. Bjarni Ben gafst upp og sleit ríkisstjórninni, einkum vegna þessa máls, en einnig þvældist náttúruverndarstefna VG fyrir hans fólki. Það bjuggust reyndar fáir við því að Bjarna tækist að feta í fótspor Katrínar og leiða þriggja flokka stjórn. Þar er ekki bara vegna hæfileika(skorts) Bjarna, heldur vegna sundrandi sérgæðistefnu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðstjórn Fráfarandi ríkisstjórn var í raun þjóðstjórn, þar sem mjög ólík stjórnmálaöfl náðu að sameinast um brýnar aðgerðir. Þjóðstjórn er venjulega komið á í neyðarástandi. Ríkti neyðarástand hér 2017? Ekki beint, en þó höfðu hér orðið stjórnarslit með stuttu millibili. Eftir kosningarnar 2017 leit út fyrir að engir flokkar næðu saman í ríkisstjórn, þar tll mannasættinum Katrínu Jakobsdóttur tókst að sameina ólíkustu öflin í eina stjórn. Því afreki fylgdi hún eftir með því að leiða slíka stjórn í nærri 7 ár. Því samstarfi hefði mátt ljúka eftir eitt kjörtímabil, 2021, þegar kominn var á stöðugleiki í stjórnmálunum, en þá var covid í algleymingi - sem sagt nýtt neyðarástand. Það varð til þess að stjórnarflokkarnir styrktu umboð sitt í kosningum og ákváðu að halda áfram. Fljótlega eftir að covid-faraldrinum lauk urðu náttúruhamfarir og Grindavík, einn öflugasti útgerðarbær landsins, fer í eyði um tíma. Það var mikið áfall og ástæða til áframhaldandi þjóðstjórnar. En við náðum tökum á því og nú er ekki lengur augljóst neyðarástand - og því ekki lengur þörf fyrir þjóðstjórn? Kominn tími og tækifæri til að fara aftur að deila og drottna og hver að ota sínum tota? Svo var Katrín Jakobsdóttir búin að láta af forystunni og augljóst að Bjarni Ben fór ekki í fötin hennar. Nú eru síðustu leifar þjóðstjórnar Katrínar í tætlum og pólitíska sundrungin gæti náð nýjum hæðum. Margir glaðir, en ég kvíðinn, einkum ef ég lít út fyrir landsteinana, yfir heimsbyggðina. Víða eflast ill öfl og saklaust fólk er líflátið í meira mæli en oft áður. Öfga-hægriöfl sækja í sig veðrið, með sínum eyðingarmætti. Munum við bera gæfu til að kjósa yfir okkur ábyrgt fólk sem hleður ekki bara undir sinn eigin rass? Mun mennskan sigra komandi kosningar - eða mun óöld magnast? Við Vinstrigræn viljum vistvænt, friðsamt samfélag - fyrir okkur öll – og vinnum að því eftir kosningar, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Enn á ný lifum við stjórnmálasögulega tíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur starfað í aldarfjórðung, í logni og stormi. Á 25 árum hefur VG sett mark sitt á samtímann með félagslegum áherslum, baráttu fyrir friði, náttúruvernd og fyrir réttindum og kjörum alþýðufólks. Engum nema Vinstrigrænum, með Katrínu Jakobsdóttur fremst í flokki, hefur tekist að halda hér saman ríkisstjórn þriggja gjörólíkra flokka í nærri 7 ár. Nú er þeim kafla lokið og hreyfingin býr sig undir að hitta kjósendur, í bjartsýni, gleði og baráttuhug. Ávinningar Fráfarandi stjórn kom mörgu til leiðar, en þó ekki mörgum þeim málum sem mestur ágreiningur er um milli hægri- og vinstrimanna. Mörgum Vinstrigrænum fannst íhaldið ráða ferðinni, en í herbúðum Sjálfstæðisflokksins ríkti megn óánægja með hve Vinstrigræn komu mörgum af sínum stefnumálum fram. Mestu skipti að það tókst að ná efnahagslegum og pólitískum stöðugleika 2017, eftir tvær skammlífar ríkisstjórnir, sem hrökkluðustu frá vegna siðferðibrests Íhalds og Miðflokks, og það tókst að sigla þjóðarskútunni gegnum heimsfaraldur og náttúruhamfarir. Þar áttu Vinstrigræn mestan þátt og tókst að verja kjör þess fólks sem veikast stóð. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði telur (í Heimildinni) að ríkisstjórnin hafi náð markverðum árangri við að ljúka málum sem hún lagði upp með, sérstaklega þegar litið er til þeirra stóru áskorana sem komu upp á stjórnartíð hennar. Stefanía nefnir í því samhengi gjaldþrot flugfélagsins Wow air, heimsfaraldur kórónuveirunnar og eldsumbrot á Reykjanesskaga. Hún segir að stjórninni hafi tekist að leiða til lykta mikilvæg mál, til að mynda í tvígang greitt fyrir kjarasamningum með aðgerðum sínum. Þá bendir hún einnig á að hagvöxtur hafi verið töluverður, að undanskildum árunum sem heimsfaraldurinn geisaði, og atvinnuleysi hefur verið lítið. Hins vegar segir Stefanía að ríkisstjórnin hafi ekki ráðist í róttækar breytingar sem einstaklingar og hagsmunahópar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi viljað sjá á kjörtímabilinu. Hingað og ekki lengra Vinstrihreyfingin grænt framboð er mannréttindahreyfing á Alþingi Íslendinga, sem hefur m.a. barist fyrir því að tekið væri vel á móti fólki á flótta. Í 7 ára ríkisstjórnarsamstafi við Sjálfstæðisflokkinn og hina stefnulausu Framsókn áttu þingmenn og ráðherrar VG í höggi við dómsmálaráðherra sem reyndu hvað þau gátu að loka landinu fyrir fóttafólki - líkt og gert var á árunum fyrir síðari heimstyrjöld, þegar landinu var nánast lokað fyrir Gyðingum á flótta undan morðóðum Nazistum. Vinstrihreyfingin varð þó að gefa viss mál eftir, en hafði veruleg áhrif á þær lagabreytingar sem þó voru gerðar. Að endingu sagði VG stopp - og þá sleit Bjarni stjórninni. Það er rétt í Heimildinni, að Vinstrihreyfingin samþykkti umrædd frumvörp, en vantar að geta þess að þá hafði sú hreyfing hreinsað úr þeim verstu mannvonskuna - gengið eins langt í því og hægt var án þess að stjórnin springi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar var ekkert um að þrengja skilyrði til fjölskyldusameiningar eða að svipta hælisleitendur þjónustu og alls ekkert um lokuð búsetuúrræði, eins og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ætlaði að knýja fram í haust. Þá var mælirinn fullur – og VG sagði nei. Frumvarp það fól í sér fasisma, fangabúðir og aðför að mannréttindum. Rauði krossinn, Mannréttindaskrifstofan, UNICEF og Barnaheill lýstu yfir áhyggjum af vistun barna í búsetuúrræðinu og sögðu ákvæði frumvarpsins óljós og matskennd. Bjarni Ben gafst upp og sleit ríkisstjórninni, einkum vegna þessa máls, en einnig þvældist náttúruverndarstefna VG fyrir hans fólki. Það bjuggust reyndar fáir við því að Bjarna tækist að feta í fótspor Katrínar og leiða þriggja flokka stjórn. Þar er ekki bara vegna hæfileika(skorts) Bjarna, heldur vegna sundrandi sérgæðistefnu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðstjórn Fráfarandi ríkisstjórn var í raun þjóðstjórn, þar sem mjög ólík stjórnmálaöfl náðu að sameinast um brýnar aðgerðir. Þjóðstjórn er venjulega komið á í neyðarástandi. Ríkti neyðarástand hér 2017? Ekki beint, en þó höfðu hér orðið stjórnarslit með stuttu millibili. Eftir kosningarnar 2017 leit út fyrir að engir flokkar næðu saman í ríkisstjórn, þar tll mannasættinum Katrínu Jakobsdóttur tókst að sameina ólíkustu öflin í eina stjórn. Því afreki fylgdi hún eftir með því að leiða slíka stjórn í nærri 7 ár. Því samstarfi hefði mátt ljúka eftir eitt kjörtímabil, 2021, þegar kominn var á stöðugleiki í stjórnmálunum, en þá var covid í algleymingi - sem sagt nýtt neyðarástand. Það varð til þess að stjórnarflokkarnir styrktu umboð sitt í kosningum og ákváðu að halda áfram. Fljótlega eftir að covid-faraldrinum lauk urðu náttúruhamfarir og Grindavík, einn öflugasti útgerðarbær landsins, fer í eyði um tíma. Það var mikið áfall og ástæða til áframhaldandi þjóðstjórnar. En við náðum tökum á því og nú er ekki lengur augljóst neyðarástand - og því ekki lengur þörf fyrir þjóðstjórn? Kominn tími og tækifæri til að fara aftur að deila og drottna og hver að ota sínum tota? Svo var Katrín Jakobsdóttir búin að láta af forystunni og augljóst að Bjarni Ben fór ekki í fötin hennar. Nú eru síðustu leifar þjóðstjórnar Katrínar í tætlum og pólitíska sundrungin gæti náð nýjum hæðum. Margir glaðir, en ég kvíðinn, einkum ef ég lít út fyrir landsteinana, yfir heimsbyggðina. Víða eflast ill öfl og saklaust fólk er líflátið í meira mæli en oft áður. Öfga-hægriöfl sækja í sig veðrið, með sínum eyðingarmætti. Munum við bera gæfu til að kjósa yfir okkur ábyrgt fólk sem hleður ekki bara undir sinn eigin rass? Mun mennskan sigra komandi kosningar - eða mun óöld magnast? Við Vinstrigræn viljum vistvænt, friðsamt samfélag - fyrir okkur öll – og vinnum að því eftir kosningar, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Höfundur er eftirlaunamaður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar