Samfylkingin er Evrópuflokkur Hörður Filippusson skrifar 28. október 2024 14:17 Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun