Kvennabarátta síðustu áratuga og virðing fyrir starfi kennara Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. október 2024 11:15 Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun