Hvorki útlendingahatur né gestrisni Hildur Þórðardóttir skrifar 28. október 2024 06:01 Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur. Þetta hefur ekkert með gestrisni að gera eða útlendingahatur. Og heldur ekkert að gera með nýbúana sem koma hingað til að vinna. Ég hef dvalið samtals eitt ár í þremur múslimalöndum og kynnst menningu þeirra vel. Það er margt sem ég dáist að eins og siðprýði, fjölskyldugildi, trúargildi og samheldni þeirra. Ég veit líka hversu mörgum flóttamönnum þau hafa þurft að taka á móti frá öðrum múslimalöndum og hversu mjög það hefur sligað innviðina. Eins og við vitum hafa Vesturlönd í áratugi eyðilagt heimkynni múslima og innviði með innrásum, svo þau hafa þurft að flýja til næstu nágrannalanda. Þegar Vesturlönd réðust svo á nágrannalandið einhverjum árum seinna flúðu þau aftur til baka og svo framvegis. Eftir margar ferðir fram og til baka ákváðu þau að öruggasti staðurinn hlyti að vera Vesturlönd og því flæða múslimar hingað. Ég hef líka dvalið í Suður-Ameríku og veit hvernig erlendu lánin eru að sliga þjóðirnar. Þessi erlendu lán eru arfur herforingjastjórnanna sem CIA kom til valda í löndunum þegar þjóðkjörnar stjórnir landanna vildu ekki vera leppir Bandaríkjanna. Löndin ná aldrei að greiða lánin upp, bæði út af vöxtum sem bætast við og einnig að nýir valdhafar eru neyddir til að taka meiri lán. Þegar Hugo Chavez forseti Venesúela þjóðnýtti auðlindir landsins sem erlendir aðilar höfðu hrifsað til sín, brugðust Bandaríkin við með að setja á þá viðskiptabann. Það hafði að sjálfsögðu verulega slæm áhrif á efnahag Venesúelabúa og því flykkjast þeir til okkar og annarra Vesturlanda. Afríkubúar streyma upp Evrópu og hingað til lands í leit að betra og öruggara lífi því búið er að ræna auðlindum þeirra, eins og við sáum hvernig Samherja tókst til. Þetta er með ráðum gert. Það eru myrk og gráðug öfl að verki sem ætla sér að ná yfirráðum yfir öllum heimsins auðlindum. Þess vegna eru lönd sprengd aftur á steinöld með þeirri afsökun að leiðtogi þeirra sé eitthvað slæmur eða efnahagur þeirra eyðilagður með viðskiptaþvingunum. Þannig er innviðum rústað, menntunarstig lækkað, almenningur þvingaður í leiguhúsnæði og þjóðmenning landanna eyðilögð svo hægt sé að koma hér á alheimsstjórn. Fyrir nokkrum áratugum voru Vesturlönd í sterkri stöðu. En til að alheimsstjórnin gæti tekið yfir þurfti að eyðileggja þennan styrk og innviði okkar. Ein leiðin sem var valin var að láta hér flæða flóttamenn yfir allt með gífurlegum tilkostnaði fyrir móttökuríkin, með kröfur um gestrisni og dyggðaflöggun að vopni. Nú erum við að sökkva í sama skuldafen og þriðjaheimslöndin. Á sama tíma er grafið undan almenningi með stórlega gölluðu bankakerfi svo fleiri og fleiri detta út af húsnæðismarkaði eða komast aldrei inn á hann. Þetta er engin samsæriskenning, heldur blákaldur veruleikinn. Við þurfum að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. Það er kominn tími til að við stoppum þetta. Hættum að vera meðvirk með Nató og hernaðararmi Bandaríkjanna hverra einu hagsmunir eru að selja vopn og hefja stríð. Hættum að kaupa vopn og senda í stríð í Úkraínu sem er einungis til að rústa landinu svo bandarískir auðmenn geti eignast auðlindir þeirra. Hættum að eyðileggja heimkynni annarra landa og hættum að ákveða hvort leiðtogar séu slæmir eða góðir fyrir aðrar þjóðir. Þjóðirnar verða sjálfar að ráða því. Það er sjálfsagt að taka á móti kvótaflóttafólki, þar sem fjöldinn er ákveðinn og við reiðubúin að taka á móti þeim. En þessi endalausi straumur af þúsundum hælisleitenda hingað til lands, því kerfið býður upp á það, er einungis til að rústa innviðum okkar. Flóttamannastraumurinn mun aldrei hætta því þessi öfl munu halda áfram að eyðileggja heimkynni fólks til að komast yfir auðlindir og rústa efnahag landa úti í heimi, þar til við stoppum það. Við í lýðræðisflokknum viljum loka landamærunum tímabundið á meðan við erum að greiða úr þessari ringulreið. Einungis verður hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands áður en fólk kemur til landsins, eins og gert er nú þegar í mörgum löndum. Áfram verður tekið á móti kvótaflóttamönnum eins og tilefni gefur til. En meiri fókus verður á unga fólkið okkar í landinu, geðheilsu þess og velferð, sem og auðvitað að lækka vexti til að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur. Þetta hefur ekkert með gestrisni að gera eða útlendingahatur. Og heldur ekkert að gera með nýbúana sem koma hingað til að vinna. Ég hef dvalið samtals eitt ár í þremur múslimalöndum og kynnst menningu þeirra vel. Það er margt sem ég dáist að eins og siðprýði, fjölskyldugildi, trúargildi og samheldni þeirra. Ég veit líka hversu mörgum flóttamönnum þau hafa þurft að taka á móti frá öðrum múslimalöndum og hversu mjög það hefur sligað innviðina. Eins og við vitum hafa Vesturlönd í áratugi eyðilagt heimkynni múslima og innviði með innrásum, svo þau hafa þurft að flýja til næstu nágrannalanda. Þegar Vesturlönd réðust svo á nágrannalandið einhverjum árum seinna flúðu þau aftur til baka og svo framvegis. Eftir margar ferðir fram og til baka ákváðu þau að öruggasti staðurinn hlyti að vera Vesturlönd og því flæða múslimar hingað. Ég hef líka dvalið í Suður-Ameríku og veit hvernig erlendu lánin eru að sliga þjóðirnar. Þessi erlendu lán eru arfur herforingjastjórnanna sem CIA kom til valda í löndunum þegar þjóðkjörnar stjórnir landanna vildu ekki vera leppir Bandaríkjanna. Löndin ná aldrei að greiða lánin upp, bæði út af vöxtum sem bætast við og einnig að nýir valdhafar eru neyddir til að taka meiri lán. Þegar Hugo Chavez forseti Venesúela þjóðnýtti auðlindir landsins sem erlendir aðilar höfðu hrifsað til sín, brugðust Bandaríkin við með að setja á þá viðskiptabann. Það hafði að sjálfsögðu verulega slæm áhrif á efnahag Venesúelabúa og því flykkjast þeir til okkar og annarra Vesturlanda. Afríkubúar streyma upp Evrópu og hingað til lands í leit að betra og öruggara lífi því búið er að ræna auðlindum þeirra, eins og við sáum hvernig Samherja tókst til. Þetta er með ráðum gert. Það eru myrk og gráðug öfl að verki sem ætla sér að ná yfirráðum yfir öllum heimsins auðlindum. Þess vegna eru lönd sprengd aftur á steinöld með þeirri afsökun að leiðtogi þeirra sé eitthvað slæmur eða efnahagur þeirra eyðilagður með viðskiptaþvingunum. Þannig er innviðum rústað, menntunarstig lækkað, almenningur þvingaður í leiguhúsnæði og þjóðmenning landanna eyðilögð svo hægt sé að koma hér á alheimsstjórn. Fyrir nokkrum áratugum voru Vesturlönd í sterkri stöðu. En til að alheimsstjórnin gæti tekið yfir þurfti að eyðileggja þennan styrk og innviði okkar. Ein leiðin sem var valin var að láta hér flæða flóttamenn yfir allt með gífurlegum tilkostnaði fyrir móttökuríkin, með kröfur um gestrisni og dyggðaflöggun að vopni. Nú erum við að sökkva í sama skuldafen og þriðjaheimslöndin. Á sama tíma er grafið undan almenningi með stórlega gölluðu bankakerfi svo fleiri og fleiri detta út af húsnæðismarkaði eða komast aldrei inn á hann. Þetta er engin samsæriskenning, heldur blákaldur veruleikinn. Við þurfum að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. Það er kominn tími til að við stoppum þetta. Hættum að vera meðvirk með Nató og hernaðararmi Bandaríkjanna hverra einu hagsmunir eru að selja vopn og hefja stríð. Hættum að kaupa vopn og senda í stríð í Úkraínu sem er einungis til að rústa landinu svo bandarískir auðmenn geti eignast auðlindir þeirra. Hættum að eyðileggja heimkynni annarra landa og hættum að ákveða hvort leiðtogar séu slæmir eða góðir fyrir aðrar þjóðir. Þjóðirnar verða sjálfar að ráða því. Það er sjálfsagt að taka á móti kvótaflóttafólki, þar sem fjöldinn er ákveðinn og við reiðubúin að taka á móti þeim. En þessi endalausi straumur af þúsundum hælisleitenda hingað til lands, því kerfið býður upp á það, er einungis til að rústa innviðum okkar. Flóttamannastraumurinn mun aldrei hætta því þessi öfl munu halda áfram að eyðileggja heimkynni fólks til að komast yfir auðlindir og rústa efnahag landa úti í heimi, þar til við stoppum það. Við í lýðræðisflokknum viljum loka landamærunum tímabundið á meðan við erum að greiða úr þessari ringulreið. Einungis verður hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands áður en fólk kemur til landsins, eins og gert er nú þegar í mörgum löndum. Áfram verður tekið á móti kvótaflóttamönnum eins og tilefni gefur til. En meiri fókus verður á unga fólkið okkar í landinu, geðheilsu þess og velferð, sem og auðvitað að lækka vexti til að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun