Selenskí kemur til Íslands á morgun Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. október 2024 15:00 Vóldódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira