Túfa: Búið að ganga frá því fyrir löngu síðan að ég verð áfram Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 19:46 Túfa verður áfram með Val. Vísir/Anton Brink Valur endaði tímabilið í Bestu deildinni með öruggum 6-1 sigri á ÍA í mikilvægum leik fyrir Hlíðarendapilta. Sigurinn þýðir að liðið náði 3. sæti sem tryggir þáttöku í evrópukeppni á næsta ári. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira