Markasúpa og dramatík í enska boltanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 16:27 Brentford vann dramatískan sigur í dag. Alex Pantling/Getty Images Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Óhætt er að segja að þrír af þeim hafi boðið upp á dramatík. Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira