Alma leiðir Samfylkinguna í Kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 12:47 Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum. Vísir/einar Alma Möller, landlæknir, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í því þriðja. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í hádeginu í dag. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er í heiðurssæti listans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir Alma að flokkurinn fari vel skipulagður og sameinaður inn í kosningabaráttuna. „Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur. Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Alma Möller, landlæknir 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari 5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður 6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari 7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt 8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri 9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur 10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt 11. Friðmey Jónsdóttir, sérfræðingur í æskulýðsmálum 12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ 13. Auður Brynjólfsdóttir, stjórnmálafræðingur 14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur 15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi 16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari 18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi 19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum 20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi 21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri 22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar 23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur 24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur 25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður 27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður 28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í hádeginu í dag. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er í heiðurssæti listans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir Alma að flokkurinn fari vel skipulagður og sameinaður inn í kosningabaráttuna. „Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur. Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Alma Möller, landlæknir 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari 5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður 6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari 7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt 8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri 9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur 10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt 11. Friðmey Jónsdóttir, sérfræðingur í æskulýðsmálum 12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ 13. Auður Brynjólfsdóttir, stjórnmálafræðingur 14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur 15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi 16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari 18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi 19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum 20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi 21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri 22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar 23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur 24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur 25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður 27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður 28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira