Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. október 2024 08:02 Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun