„Þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. október 2024 21:58 Maté Dalmay var svekktur eftir leik Vísir / Anton Brink Haukar töpuðu gegn Stjörnunni 87-114. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð en heldur enn í vonina um að liðið geti farið að vinna leiki. „Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira