Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á nýliðum Southampton í dag.
Erling Haaland skoraði eina mark leiksins strax á 5. mínútu. Norðmaðurinn er nú búinn að skora ellefu mörk í deildinni og er markahæsti leikmaður hennar.
City var mun sterkari aðilinn í leiknum í dag en lét eitt mark nægja. Dýrlingarnir ógnuðu marki City-manna sjaldan í dag.
Southampton er með eitt stig á botni deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.