Selma um draumamarkið: „Langt síðan ég skoraði með vinstri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 10:32 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar með samherjum sínum eftir að hafa jafnað í 1-1 gegn Bandaríkjunum. getty/Darren Carroll Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum í nótt, 3-1. Markaskorari Íslendinga segir þá geta tekið margt jákvætt út úr leiknum gegn Ólympíumeisturunum og efsta liði heimslistans. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira