Stórkostlegt mark Selmu í tapi fyrir Bandaríkjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 06:59 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar marki sínu gegn Bandaríkjunum í nótt. getty/Adam Davis Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas. Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Sjá meira
Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Sjá meira