Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 17:31 Arne Slot hefur byrjað frábærlega sem knattspyrnustjóri Liverpool og með því séð til þess að það er enginn að gráta Jürgen Klopp lengur. Getty/ John Powell Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins. Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage) Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage)
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira