Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 17:31 Arne Slot hefur byrjað frábærlega sem knattspyrnustjóri Liverpool og með því séð til þess að það er enginn að gráta Jürgen Klopp lengur. Getty/ John Powell Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins. Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira