„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 15:23 Bjarni Benediktsson er kominn í kosningaham. Hann ræddi meðal annars útlendingamálin hispurslaust í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira