Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2024 07:03 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir málið snúast meira um stöðu blaðamanna og tjáningarfrelsis en einstaklingana sjálfa. Vísir/Vilhelm Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Þetta sagði Flóki Ásgeirsson lögmaður í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þar var til umræðu rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra, símastuldi og aðför hennar að sex blaðamönnum, sem fengu réttarstöðu sakbornings í málinu. Þessir sex höfðu annað hvort skrifað fréttir um - eða unnið með blaðamönnum, sem það höfðu gert - svokallaða skæruliðadeild Samherja, hóp starfsmanna fyrirtækisinsm, og einkasamskipti þeirra á milli. Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem fékk réttarstöðu sakbornings og blaðamaður á Heimildinni, sagði meðal annars að hann hafi verið spurður níu sinnum af lögreglu við skýrslutöku hver heimildarmaður hans hafi verið. Rannsókn lögreglu var felld niður fyrir mánuði síðan og hafði þá staðið yfir í rúm þrjú ár en Páll Steingrímsson hyggst kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Málið snúist um tjáningarfrelsi stéttarinnar Flóki segir að verði lyktir eins og þær liggi fyrir núna þá sé ljóst að blaðamennirnir sex hafi verið rannsakaðir að tilefnislausu. Spurningin sé þá hvernig hægt sé að bregðast við því fyrir einstaklingana. Þeir geti sjálfir leitað réttar síns en að mati Blaðamannafélagsins snúist málið um allt önnur atriði. „Þetta mál snýst, frá sjónarhóli félagsins, stéttarinnar og almennings, að engu leyti um atvik þessi eða þessa einstaklinga, sem fyrir þessu urðu, heldur miklu frekar um prinsippin í málinu og tjáningarfrelsi allrar stéttarinnar,“ segir Flóki. „Þetta er dæmi um mál, alvarlegt dæmi, sem hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað mætt í vinnuna og lent í nákvæmlega þessu.“ Hann vísar í að það eina sem liggi fyrir í málinu fyrir víst sé að blaðamennirnir sex hafi annað hvort verið skrifaðir fyrir fréttum eða unnið með fólki sem það hafði gert. „Þannig að hvaða blaðamaður sem er, sem skrifaði fréttir um málið hefði í raun getað sætt þessari sömu meðferð. Það er ekkert sérstakt við einstaklingana í málinu. Þau eru einfaldlega þeir blaðamenn sem fjölluðu um þetta,“ segir Flóki. Alvarlegt ef eina sökin sé að skrifa fréttir Það sé það sem geri málið alvarlegt frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins: Að málið varði ekki einhverjar sérstakar aðstæður þar sem blaðamenn hafi farið út fyrir blaðamannasiðferði eða reglur. „Þvert á móti blaðamenn sem hafa akkúrat gert það sem blaðamenn gera og eiga að gera á hverjum einasta degi. Þegar það er gert að sakarefni sakamáls hlýtur félagið að bregðast við því og reyna að fá úr því skorið hvort það sé virkilega staðan - bara með því að skrifa fréttir á grundvelli gagna sem lögreglan veit ekki hvaðan koma, þá séi þeir þar með orðnir sakborningar í sakamáli. Það er mjög alvarleg staða ef það er tilfellið.“ Pallborðið í heild má finna hér neðar: Til að bregðast við þessu hafi félagið ýmsar leiðir og það komi til greina að fara fram á athugun og úrlausn um það hvort rannsóknin hafi í heild sinni samrýmst þeim grundvallarreglum og -prinsippum sem félagið telji gilda hér á landi. „Það er að segja að blaðamenn njóti tjáningarfrelsis og ekki bara almenns tjáningarfrelsis heldur rýmkaðs tjáningarfrelsis vegna þess að þeir gegna sérstöku hlutverki sem að, að minnsta kosti þessir, blaðamenn taka mjög alvarlega,“ segir Flóki „Það er að upplýsa almenning um það sem máli skiptir og er að gerast í samfélaginu og þeir nýti sér þær leiðir, sem eru tiltækar til þess og bregðist ekki þeirri frumskyldu sinni að segja ekki frá heimildarmönnum sínum því það mega þeir einfaldlega ekki gera.“ Auk Flóka voru Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm Skoða hvaða leiðir eru færar Hann segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun hvaða leiðir komi helst til greina. „Blaðamannafélagið er náttúrulega hagsmunasamtök og stéttarfélag blaðamanna og sem slíkt getur það leitað réttar félagsmanna sinna og það getur líka látið reyna á það með fordæmisgefandi hætti hvort að í þessu máli hafi einhvern vegin verið farið á svig við einhverjar grundvallarreglur sem gilda um stéttina og eiga að vernda starfsskilyrði hennar,“ segir Flóki. „Þannig að það er hugsanlegt að það verði látið reyna í dómsmáli, þó það liggi ekki fyrir á þessu stigi máls. Varðandi einstaklingana eru auðvitað bara þau úrræði sem þeir einstaklingar hafa, sem hafa ranglega verið bornir sökum um refsiverða háttsemi. Þeir geta leitað eftir leiðréttingu á því.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, vegna málsins en ekki fengið svar. Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Pallborðið Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þetta sagði Flóki Ásgeirsson lögmaður í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þar var til umræðu rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra, símastuldi og aðför hennar að sex blaðamönnum, sem fengu réttarstöðu sakbornings í málinu. Þessir sex höfðu annað hvort skrifað fréttir um - eða unnið með blaðamönnum, sem það höfðu gert - svokallaða skæruliðadeild Samherja, hóp starfsmanna fyrirtækisinsm, og einkasamskipti þeirra á milli. Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem fékk réttarstöðu sakbornings og blaðamaður á Heimildinni, sagði meðal annars að hann hafi verið spurður níu sinnum af lögreglu við skýrslutöku hver heimildarmaður hans hafi verið. Rannsókn lögreglu var felld niður fyrir mánuði síðan og hafði þá staðið yfir í rúm þrjú ár en Páll Steingrímsson hyggst kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Málið snúist um tjáningarfrelsi stéttarinnar Flóki segir að verði lyktir eins og þær liggi fyrir núna þá sé ljóst að blaðamennirnir sex hafi verið rannsakaðir að tilefnislausu. Spurningin sé þá hvernig hægt sé að bregðast við því fyrir einstaklingana. Þeir geti sjálfir leitað réttar síns en að mati Blaðamannafélagsins snúist málið um allt önnur atriði. „Þetta mál snýst, frá sjónarhóli félagsins, stéttarinnar og almennings, að engu leyti um atvik þessi eða þessa einstaklinga, sem fyrir þessu urðu, heldur miklu frekar um prinsippin í málinu og tjáningarfrelsi allrar stéttarinnar,“ segir Flóki. „Þetta er dæmi um mál, alvarlegt dæmi, sem hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað mætt í vinnuna og lent í nákvæmlega þessu.“ Hann vísar í að það eina sem liggi fyrir í málinu fyrir víst sé að blaðamennirnir sex hafi annað hvort verið skrifaðir fyrir fréttum eða unnið með fólki sem það hafði gert. „Þannig að hvaða blaðamaður sem er, sem skrifaði fréttir um málið hefði í raun getað sætt þessari sömu meðferð. Það er ekkert sérstakt við einstaklingana í málinu. Þau eru einfaldlega þeir blaðamenn sem fjölluðu um þetta,“ segir Flóki. Alvarlegt ef eina sökin sé að skrifa fréttir Það sé það sem geri málið alvarlegt frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins: Að málið varði ekki einhverjar sérstakar aðstæður þar sem blaðamenn hafi farið út fyrir blaðamannasiðferði eða reglur. „Þvert á móti blaðamenn sem hafa akkúrat gert það sem blaðamenn gera og eiga að gera á hverjum einasta degi. Þegar það er gert að sakarefni sakamáls hlýtur félagið að bregðast við því og reyna að fá úr því skorið hvort það sé virkilega staðan - bara með því að skrifa fréttir á grundvelli gagna sem lögreglan veit ekki hvaðan koma, þá séi þeir þar með orðnir sakborningar í sakamáli. Það er mjög alvarleg staða ef það er tilfellið.“ Pallborðið í heild má finna hér neðar: Til að bregðast við þessu hafi félagið ýmsar leiðir og það komi til greina að fara fram á athugun og úrlausn um það hvort rannsóknin hafi í heild sinni samrýmst þeim grundvallarreglum og -prinsippum sem félagið telji gilda hér á landi. „Það er að segja að blaðamenn njóti tjáningarfrelsis og ekki bara almenns tjáningarfrelsis heldur rýmkaðs tjáningarfrelsis vegna þess að þeir gegna sérstöku hlutverki sem að, að minnsta kosti þessir, blaðamenn taka mjög alvarlega,“ segir Flóki „Það er að upplýsa almenning um það sem máli skiptir og er að gerast í samfélaginu og þeir nýti sér þær leiðir, sem eru tiltækar til þess og bregðist ekki þeirri frumskyldu sinni að segja ekki frá heimildarmönnum sínum því það mega þeir einfaldlega ekki gera.“ Auk Flóka voru Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm Skoða hvaða leiðir eru færar Hann segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun hvaða leiðir komi helst til greina. „Blaðamannafélagið er náttúrulega hagsmunasamtök og stéttarfélag blaðamanna og sem slíkt getur það leitað réttar félagsmanna sinna og það getur líka látið reyna á það með fordæmisgefandi hætti hvort að í þessu máli hafi einhvern vegin verið farið á svig við einhverjar grundvallarreglur sem gilda um stéttina og eiga að vernda starfsskilyrði hennar,“ segir Flóki. „Þannig að það er hugsanlegt að það verði látið reyna í dómsmáli, þó það liggi ekki fyrir á þessu stigi máls. Varðandi einstaklingana eru auðvitað bara þau úrræði sem þeir einstaklingar hafa, sem hafa ranglega verið bornir sökum um refsiverða háttsemi. Þeir geta leitað eftir leiðréttingu á því.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, vegna málsins en ekki fengið svar.
Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Pallborðið Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52