KA-strákarnir fengu að halda gullinu Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 13:31 Lið KA með bikarinn og medalíurnar eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem síðan var dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið. Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina. Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina.
Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira