Ragnar Þór Ingólfsson afhjúpar veikan blett Sigurjón Þórðarson skrifar 24. október 2024 07:45 Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar, nema Flokkur fólksins, hafa látið hjá líða eða jafnvel stutt og réttlætt, þar á meðal Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar harkalega á hag heimila og fyrirtækja, en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú rúmlega 60% hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðinn innifalinn. Það kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar ráðist á framboð Ragnars Þórs, fyrst og fremst fyrir að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofurgróða bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni, meðal annars formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins: að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið, og bregðast til varnar ef þeim er ógnað. Því miður virðist engin breyting verða þar á, ef litið er til þeirra frambjóðenda sem hafa raðast í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið, á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raðað sér í efstu sætin. Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins. Með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar, nema Flokkur fólksins, hafa látið hjá líða eða jafnvel stutt og réttlætt, þar á meðal Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar harkalega á hag heimila og fyrirtækja, en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú rúmlega 60% hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðinn innifalinn. Það kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar ráðist á framboð Ragnars Þórs, fyrst og fremst fyrir að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofurgróða bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni, meðal annars formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins: að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið, og bregðast til varnar ef þeim er ógnað. Því miður virðist engin breyting verða þar á, ef litið er til þeirra frambjóðenda sem hafa raðast í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið, á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raðað sér í efstu sætin. Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins. Með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar