Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 16:29 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur