Ofríki andhverfunnar Erna Mist skrifar 23. október 2024 10:17 Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar