„Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:48 Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Árnason. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Í færslu á Facebook bendir þingmaðurinn á að Ragnar hafi sjálfur sagt á dögunum að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp. Vilhjálmur er þarna að vísa í viðbrögð Ragnars við ummælum sem Vilhjálmur lét falla í hádegisfréttum Bylgjunnar í tengslum við frumvarp um afnám stimpilgjalda, þar sem hann sagði að ekki hefði verð lögð áhersla á afnám gjaldanna við samningaborðið. Þingmenn hefðu því miður ekki sæti við borðið þrátt fyrir að kjarasamningar hefðu mikil áhrif á störf þingsins. Ragnar Þór brást við með því að segjast ánægður með tillögur um afnmám stimpilgjalda en blés á aðkomu þingsins að samningaborðinu. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ sagði hann. Í Facebook-færslu sinni segir Vilhjálmur það skjóta nokkuð skökku við að Ragnar hyggist nú bæði sækjast eftir þingsæti og sinna áfram störfum sem formaður VR á sama tíma. „Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan. Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“ Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Í færslu á Facebook bendir þingmaðurinn á að Ragnar hafi sjálfur sagt á dögunum að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp. Vilhjálmur er þarna að vísa í viðbrögð Ragnars við ummælum sem Vilhjálmur lét falla í hádegisfréttum Bylgjunnar í tengslum við frumvarp um afnám stimpilgjalda, þar sem hann sagði að ekki hefði verð lögð áhersla á afnám gjaldanna við samningaborðið. Þingmenn hefðu því miður ekki sæti við borðið þrátt fyrir að kjarasamningar hefðu mikil áhrif á störf þingsins. Ragnar Þór brást við með því að segjast ánægður með tillögur um afnmám stimpilgjalda en blés á aðkomu þingsins að samningaborðinu. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ sagði hann. Í Facebook-færslu sinni segir Vilhjálmur það skjóta nokkuð skökku við að Ragnar hyggist nú bæði sækjast eftir þingsæti og sinna áfram störfum sem formaður VR á sama tíma. „Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan. Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“
Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira