Marinakis var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap Forest geng Fulham og ákvað að hrækja af alefli á jörðina er dómarar leiksins gengu framhjá. Hann var í kjölfarið dæmdur í bann af ensku úrvalsdeildinni og nú hefur óháður dómstóll staðfest dóminn.
Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis was given a five-match ban for spitting on the floor as the match officials walked past him following their 1-0 defeat to Fulham last month.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 22, 2024
Marinakis’ ban was confirmed last week after an independent regulatory commission investigated… pic.twitter.com/2Gd6LVqMYm
Eigandi Forest þvertekur fyrir að hafa hrækt en hafi vissulega hóstað þegar dómarateymið gekk framhjá honum. Marinakis sagði jafnframt að hann reyki 2-3 vindla á dag og þurfi því oft að hósta.
Oftast nær hósti hann í einhverskonar pappír þar sem oftar en ekki fylgir slím hóstanum. Að þessu sinni hafi hann ekki verið með pappír meðferðis og hafi því hóstað á gólfið.
Enska úrvalsdeildin, né óháði dómstóllinn, tók rök eigandans gild og hefur dæmt hann í fimm leikja bann. Marinakis hefur þegar tekið út einn leik í bann en hann var hvergi sjáanlegur þegar Forest lagði Crystal Palace 1-0 um liðna helgi.
Hann mun einnig missa af leikjum liðsins gegn Leicester City, West Ham United, Newcastle United og Arsenal.