„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 17:15 Lenya Rún brast í grát er úrslitin voru tilkynnt. Vísir Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. Úrslitin úr prófkjörinu voru tilkynnt síðdegis. Listana í heild sinni má nálgast neðst í fréttinni. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hlaut þriðja sæti og Andrés Ingi fjórða. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem borgarfulltrúar koma næstar á eftir. Ekki liggur enn fyrir hvernig listunum tveimur verði stillt upp út frá þessu en ljóst er að Lenya og Björn Leví munu leiða hvor sinn listann. Fimm af sex oddvitum listanna. Á myndina vantar Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur oddvita í Norðvesturkjördæmi.Píratar Í Suðvesturkjördæmi, kraganum, leiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson tekur annað sætið. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir leiðir í Norðvesturkjördæmi og Theodór Ingi Ólafsson í Norðausturkjördæmi. Bjóst ekki við þessu Lenya, sem skaut sitjandi þingmönnum ref fyrir rass í prófkjörinu, grét úr gleði er úrslitin voru tilkynnt. „Ég var að reyna að stilla væntingunum í hóf. Ég átti ekki von á fyrsta sætinu. Alls ekki,“ sagði Lenya Rún við fréttamann skömmu eftir að úrslitin voru gerð ljós. „Ég held að endurnýjun og einhvers konar nýliðun sé mjög heilbrigð í öllum stjórnmálaflokkum. Maður sér að allir hinir stjórnmálaflokkarnir eru að kynna sitt nýja fólk. Þó svo að ég sé ekki ný í pólitík þá hef ég samt aldrei verið sitjandi þingmaður. Það vantar líka smá breidd í hópinn.“ Lenya segist hafa keyrt á því að líta að gömlum gildum Pírata, keyra á grunnstefnu og beinu lýðræði. „Og ég held það sé bara rosalega mikil eftirspurn eftir þessum heiðarlegu pólum í pólitík. Sérstaklega eftir það sem hefur gengið á síðustu mánuði og síðasta kjörtímabil.“ Píratar hafa ekki mælst háir í skoðanakönnunum undanfarið, hvernig ætlar þú að koma inn í þá baráttu? „Ég held að Píratar þurfi bara að endurheimta sína sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, sem er að við erum ekki á þessum hefðbundna pólitíska ás, við erum ekki á pólitíska ásnum vinstri til hægri. Við erum á pólitíska ásnum lýðræði fasismi. Sem ég held við þurfum að endurheimta. Við þurfum að fara aftur í grunnstefnuna okkar og samtvinna það við þau mál sem brenna á fólki í dag.“ Hefði verið til í hærra sæti Fréttamaður ræddi við Alexöndru Briem, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Andrés Inga Jónsson að prófkjörinu loknu. Alexandra kveðst í skýjunum yfir niðurstöðunum. „Við erum að fá ótrúlega öfluga framlínu sem ég held að geti komið af krafti inn í þessa kosningabaráttu. Og sýnt að Píratar geta haldið prófkjör á nokkrum dögum og sýnt fram á að það er ekkert ómögulegt þó það séu skyndikosningar.“ Sem fyrr segir heldur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir forystu í sínu kjördæmi. Hún segir ekkert gefið í þessum efnum og þakkar trausið. „Í Pírötum er enginn afsláttur gefinn á lýðræðinu, við erum eini flokkurinn sem heldur prófkjör um allt land og við fengum þessa líka frábæru niðurstöðu út úr því. Góða blöndu af nýliðun of reynslu,“ segir Þórhildur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður flokksins hlaut sama sæti á lista og fyrir síðustu kosningar. Aðspurður segist hann hafa verið til í hærra sæti en skipanin henti honum þó vel. „Annað sætið er baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmum og ég er bara orðinn vanur því á kosninganótt að fara að sofa úti en vakna sem þingmaður. Þannig að til að þið hafið eitthvað að ræða morguninn eftir kosningar þá býð ég mig fram í það,“ segir Andrés við fréttamann. Unga fólkið kom, sá og sigraði „Ég bjóst við þessu. Við erum búin að vera að kalla eftir framtíðinni og þátttöku unga fólksins í lýðræðinu. Unga fólkið kom, sá og sigraði og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Halldóra Mogensen, sitjandi þingmaður, er nú komin í baráttusæti. Verður missir af henni ef þetta gengur ekki eftir eins og þið mynduð vilja? „Við rokkum þetta, náum öllum inn og fleirum til. Ég hlakka bara til.“ Listana í heild sinni má nálgast hér að neðan. Enn á eftir að raða á lista Reykjavíkurkjördæmanna tveggja en ljóst er að þar munu Lenya Rún og Björn Leví fara með forystu. Reykjavíkurkjördæmi norður og suður (sameiginlegt): Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Andrés Ingi Jónsson Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Derek Terell Allen Haukur Viðar Alfreðsson Eva Sjöfn Helgadóttir Valgerður Árnadóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Sara Oskarsson Suðvesturkjördæmi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Helga Finnsdóttir Norðvesturkjördæmi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Sunna Einarsdóttir Pétur Óli Þorvaldsson Sigríður Elsa Álfhildardóttir Norðausturkjördæmi Theodór Ingi Ólafsson Adda Steina Haraldsdóttir Viktor Traustason Rúnar Gunnarsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Suðurkjördæmi Týr Þórarinsson Álfheiður Eymarsdóttir Bergþór H. Þórðarson Linda Björg Arnheiðardóttir Elísabet Kjarr Ólafsdóttir Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Úrslitin úr prófkjörinu voru tilkynnt síðdegis. Listana í heild sinni má nálgast neðst í fréttinni. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hlaut þriðja sæti og Andrés Ingi fjórða. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem borgarfulltrúar koma næstar á eftir. Ekki liggur enn fyrir hvernig listunum tveimur verði stillt upp út frá þessu en ljóst er að Lenya og Björn Leví munu leiða hvor sinn listann. Fimm af sex oddvitum listanna. Á myndina vantar Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur oddvita í Norðvesturkjördæmi.Píratar Í Suðvesturkjördæmi, kraganum, leiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson tekur annað sætið. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir leiðir í Norðvesturkjördæmi og Theodór Ingi Ólafsson í Norðausturkjördæmi. Bjóst ekki við þessu Lenya, sem skaut sitjandi þingmönnum ref fyrir rass í prófkjörinu, grét úr gleði er úrslitin voru tilkynnt. „Ég var að reyna að stilla væntingunum í hóf. Ég átti ekki von á fyrsta sætinu. Alls ekki,“ sagði Lenya Rún við fréttamann skömmu eftir að úrslitin voru gerð ljós. „Ég held að endurnýjun og einhvers konar nýliðun sé mjög heilbrigð í öllum stjórnmálaflokkum. Maður sér að allir hinir stjórnmálaflokkarnir eru að kynna sitt nýja fólk. Þó svo að ég sé ekki ný í pólitík þá hef ég samt aldrei verið sitjandi þingmaður. Það vantar líka smá breidd í hópinn.“ Lenya segist hafa keyrt á því að líta að gömlum gildum Pírata, keyra á grunnstefnu og beinu lýðræði. „Og ég held það sé bara rosalega mikil eftirspurn eftir þessum heiðarlegu pólum í pólitík. Sérstaklega eftir það sem hefur gengið á síðustu mánuði og síðasta kjörtímabil.“ Píratar hafa ekki mælst háir í skoðanakönnunum undanfarið, hvernig ætlar þú að koma inn í þá baráttu? „Ég held að Píratar þurfi bara að endurheimta sína sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, sem er að við erum ekki á þessum hefðbundna pólitíska ás, við erum ekki á pólitíska ásnum vinstri til hægri. Við erum á pólitíska ásnum lýðræði fasismi. Sem ég held við þurfum að endurheimta. Við þurfum að fara aftur í grunnstefnuna okkar og samtvinna það við þau mál sem brenna á fólki í dag.“ Hefði verið til í hærra sæti Fréttamaður ræddi við Alexöndru Briem, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Andrés Inga Jónsson að prófkjörinu loknu. Alexandra kveðst í skýjunum yfir niðurstöðunum. „Við erum að fá ótrúlega öfluga framlínu sem ég held að geti komið af krafti inn í þessa kosningabaráttu. Og sýnt að Píratar geta haldið prófkjör á nokkrum dögum og sýnt fram á að það er ekkert ómögulegt þó það séu skyndikosningar.“ Sem fyrr segir heldur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir forystu í sínu kjördæmi. Hún segir ekkert gefið í þessum efnum og þakkar trausið. „Í Pírötum er enginn afsláttur gefinn á lýðræðinu, við erum eini flokkurinn sem heldur prófkjör um allt land og við fengum þessa líka frábæru niðurstöðu út úr því. Góða blöndu af nýliðun of reynslu,“ segir Þórhildur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður flokksins hlaut sama sæti á lista og fyrir síðustu kosningar. Aðspurður segist hann hafa verið til í hærra sæti en skipanin henti honum þó vel. „Annað sætið er baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmum og ég er bara orðinn vanur því á kosninganótt að fara að sofa úti en vakna sem þingmaður. Þannig að til að þið hafið eitthvað að ræða morguninn eftir kosningar þá býð ég mig fram í það,“ segir Andrés við fréttamann. Unga fólkið kom, sá og sigraði „Ég bjóst við þessu. Við erum búin að vera að kalla eftir framtíðinni og þátttöku unga fólksins í lýðræðinu. Unga fólkið kom, sá og sigraði og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Halldóra Mogensen, sitjandi þingmaður, er nú komin í baráttusæti. Verður missir af henni ef þetta gengur ekki eftir eins og þið mynduð vilja? „Við rokkum þetta, náum öllum inn og fleirum til. Ég hlakka bara til.“ Listana í heild sinni má nálgast hér að neðan. Enn á eftir að raða á lista Reykjavíkurkjördæmanna tveggja en ljóst er að þar munu Lenya Rún og Björn Leví fara með forystu. Reykjavíkurkjördæmi norður og suður (sameiginlegt): Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Andrés Ingi Jónsson Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Derek Terell Allen Haukur Viðar Alfreðsson Eva Sjöfn Helgadóttir Valgerður Árnadóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Sara Oskarsson Suðvesturkjördæmi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Helga Finnsdóttir Norðvesturkjördæmi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Sunna Einarsdóttir Pétur Óli Þorvaldsson Sigríður Elsa Álfhildardóttir Norðausturkjördæmi Theodór Ingi Ólafsson Adda Steina Haraldsdóttir Viktor Traustason Rúnar Gunnarsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Suðurkjördæmi Týr Þórarinsson Álfheiður Eymarsdóttir Bergþór H. Þórðarson Linda Björg Arnheiðardóttir Elísabet Kjarr Ólafsdóttir Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurkjördæmi norður og suður (sameiginlegt): Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Andrés Ingi Jónsson Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Derek Terell Allen Haukur Viðar Alfreðsson Eva Sjöfn Helgadóttir Valgerður Árnadóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Sara Oskarsson Suðvesturkjördæmi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Helga Finnsdóttir Norðvesturkjördæmi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Sunna Einarsdóttir Pétur Óli Þorvaldsson Sigríður Elsa Álfhildardóttir Norðausturkjördæmi Theodór Ingi Ólafsson Adda Steina Haraldsdóttir Viktor Traustason Rúnar Gunnarsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Suðurkjördæmi Týr Þórarinsson Álfheiður Eymarsdóttir Bergþór H. Þórðarson Linda Björg Arnheiðardóttir Elísabet Kjarr Ólafsdóttir
Píratar Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira