Skammist ykkar! – opið bréf til þingmanna Eiríkur St. Eiríksson skrifar 23. október 2024 07:32 Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka. Að vísu eru ekki allir undir sömu sökina seldir. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa fengið sitt tækifæri og það m.a.s. samfleytt í sjö ár. Þeir skila efnahagsmálunum í rúst, eru ráðalaus í húsnæðismálum, heilbrigiskerfið felst í því að starfsfólkið á að hlaupa hraðar, menntakerfið er ekki á vetur setjandi og innviðir eru í molum. Svo leyfa ráðamenn sér að berja sér á brjóst og segja að þjóðinni hafi aldrei að meðaltali liðið betur. Gott ef þeir trúa þessu ekki sjálfir. Nei, þeir sem kjósa þessa flokka eru upp til hópa masókistar sem annað hvort eru hreinlega glópar eða elska að kyssa vöndinn. Þetta greinarkorn var fyrst og fremst sett fram til að vekja athygli á bágri stöðu eldri borgara og öryrkja. Hópanna sem alltaf eru skertir og haldið í fátækragildru til þess að öðrum líði miklu betur – að sjálfsögðu að meðaltali. Það er eins og að landið farist ef ,,bognu bökin” borga ekki brúsann og innflutt, erlent vinnuafl heldur ekki hjólum atvinnulífsins gangandi. Vinnur láglaunastörfin. Auðvitað eiga hægri öfgamenn ekki við þetta fólk þegar þeir agnúast út í útlendinga. Þeir eiga bara við hælisleitendur og miðað við bullið í þessu rökþrota fólki mætti halda að hælisleitendur skiptu þúsundum hér á landi. Þessu vesalings fólki verður ekki svefnsamt nema að hægt sé að vísa langveiku barni út fyrir múrinn sem það hefur reist í huga sér. Mér varð það á í vetur að samþykkja eingreiðslu frá einhverjum lífeyrissjóði sem borgaði mér 3.500 krónur á mánuði. Mikið held ég að sjóðsstjórnin hafi verið fegin að losna við mig. Sjóðurinn greiddi mér um 850 þúsund krónur. Ríkið þurfti auðvitað á fá sína skatta og ég var bara ánægður með mín 470 þúsund sem ég hélt eftir. Nei, viti menn, Tryggingastofnun ríkisins komst að því að mátulegt væri á mig að skerða ellilífeyrinn um 330 þúsund krónur á árinu 2024 vegna þessarar eingreiðslu. Niðurstaðan var sú að ég greiddi 84% skatt til ríkisins og leið eins og rokkstjörnu sem var í þann veginn að flýja land vegna okurskatta. Málið er einfalt. Á meðan ráðamenn virðast telja að ellilífeyrir sé eitthvað sem detti af himnum ofan þá er vá fyrir dyrum. Alþingismenn hafa búið þannig um hnútana að Ísland er viðbjóðslegt þjóðfélag. Násugurnar hafa ekki aðeins gert skjólstæðingum Tryggingastofnunar ómögulegt að spara fyrir aðra en ríkið, heldur vilja þeir gefa firðina og vindaflið til erlendra gróðapunga. Flóttamaður frá Vestmannaeyjum berst fyrir því, sem bæjarstjóri í Þorlákshöfn, að fjalli sé mokað til Þýskalands og gott ef sama manni finnst ekki í góðu lagi að útlendingar fái að bora eftir einhverjum verðmætum á Selvogsbanka – einhverri mestu hrygningarslóð þorsks í heiminum og fleiri nytjategunda. Þá á að breyta Völlunum í Hafnarfirði í niðurdælingarstöð fyrir innflutt CO2 til að einhverjir græðiskarlar í útlöndum geti mengað meira. Nú síðast heyrði ég að hirðmaður Noregskonungs væri kominn í oddvitasæti hjá Íhaldinu í Norð-Austurkjördæmi. Óhamingju Íslands virðist flest verða að vopni þessa dagana. Það hafa fjórir þingmenn; Inga Sæland og Guðmundur I. Kristinsson hjá Flokki fólksins, Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum og Jóhann Páll Jóhannesson hjá Samfylkingu sýnt málefnum öryrkja og eldri borgara skilning. Hinir ættu að skammast sín. Vonandi tekur nýtt fólk skynsamlegar ákvarðanir og lætur ekki flokkana telja sér trú um að hvítt sé svart. Jafnvel í útlendingamálunum sem hægri öfgamenn vilja að kosningabaráttan snúist um. Það kallast á íslensku að drepa málum á dreif. Höfundur er fyrrum blaðamaður og núverandi öryrki og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Félagsmál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka. Að vísu eru ekki allir undir sömu sökina seldir. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa fengið sitt tækifæri og það m.a.s. samfleytt í sjö ár. Þeir skila efnahagsmálunum í rúst, eru ráðalaus í húsnæðismálum, heilbrigiskerfið felst í því að starfsfólkið á að hlaupa hraðar, menntakerfið er ekki á vetur setjandi og innviðir eru í molum. Svo leyfa ráðamenn sér að berja sér á brjóst og segja að þjóðinni hafi aldrei að meðaltali liðið betur. Gott ef þeir trúa þessu ekki sjálfir. Nei, þeir sem kjósa þessa flokka eru upp til hópa masókistar sem annað hvort eru hreinlega glópar eða elska að kyssa vöndinn. Þetta greinarkorn var fyrst og fremst sett fram til að vekja athygli á bágri stöðu eldri borgara og öryrkja. Hópanna sem alltaf eru skertir og haldið í fátækragildru til þess að öðrum líði miklu betur – að sjálfsögðu að meðaltali. Það er eins og að landið farist ef ,,bognu bökin” borga ekki brúsann og innflutt, erlent vinnuafl heldur ekki hjólum atvinnulífsins gangandi. Vinnur láglaunastörfin. Auðvitað eiga hægri öfgamenn ekki við þetta fólk þegar þeir agnúast út í útlendinga. Þeir eiga bara við hælisleitendur og miðað við bullið í þessu rökþrota fólki mætti halda að hælisleitendur skiptu þúsundum hér á landi. Þessu vesalings fólki verður ekki svefnsamt nema að hægt sé að vísa langveiku barni út fyrir múrinn sem það hefur reist í huga sér. Mér varð það á í vetur að samþykkja eingreiðslu frá einhverjum lífeyrissjóði sem borgaði mér 3.500 krónur á mánuði. Mikið held ég að sjóðsstjórnin hafi verið fegin að losna við mig. Sjóðurinn greiddi mér um 850 þúsund krónur. Ríkið þurfti auðvitað á fá sína skatta og ég var bara ánægður með mín 470 þúsund sem ég hélt eftir. Nei, viti menn, Tryggingastofnun ríkisins komst að því að mátulegt væri á mig að skerða ellilífeyrinn um 330 þúsund krónur á árinu 2024 vegna þessarar eingreiðslu. Niðurstaðan var sú að ég greiddi 84% skatt til ríkisins og leið eins og rokkstjörnu sem var í þann veginn að flýja land vegna okurskatta. Málið er einfalt. Á meðan ráðamenn virðast telja að ellilífeyrir sé eitthvað sem detti af himnum ofan þá er vá fyrir dyrum. Alþingismenn hafa búið þannig um hnútana að Ísland er viðbjóðslegt þjóðfélag. Násugurnar hafa ekki aðeins gert skjólstæðingum Tryggingastofnunar ómögulegt að spara fyrir aðra en ríkið, heldur vilja þeir gefa firðina og vindaflið til erlendra gróðapunga. Flóttamaður frá Vestmannaeyjum berst fyrir því, sem bæjarstjóri í Þorlákshöfn, að fjalli sé mokað til Þýskalands og gott ef sama manni finnst ekki í góðu lagi að útlendingar fái að bora eftir einhverjum verðmætum á Selvogsbanka – einhverri mestu hrygningarslóð þorsks í heiminum og fleiri nytjategunda. Þá á að breyta Völlunum í Hafnarfirði í niðurdælingarstöð fyrir innflutt CO2 til að einhverjir græðiskarlar í útlöndum geti mengað meira. Nú síðast heyrði ég að hirðmaður Noregskonungs væri kominn í oddvitasæti hjá Íhaldinu í Norð-Austurkjördæmi. Óhamingju Íslands virðist flest verða að vopni þessa dagana. Það hafa fjórir þingmenn; Inga Sæland og Guðmundur I. Kristinsson hjá Flokki fólksins, Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum og Jóhann Páll Jóhannesson hjá Samfylkingu sýnt málefnum öryrkja og eldri borgara skilning. Hinir ættu að skammast sín. Vonandi tekur nýtt fólk skynsamlegar ákvarðanir og lætur ekki flokkana telja sér trú um að hvítt sé svart. Jafnvel í útlendingamálunum sem hægri öfgamenn vilja að kosningabaráttan snúist um. Það kallast á íslensku að drepa málum á dreif. Höfundur er fyrrum blaðamaður og núverandi öryrki og eldri borgari.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar