Össur segir Ingu valdspilltan leiðtoga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2024 13:36 Össur Skarphéðinsson segir ótrúlegt að hegðun Ingu viðgangist á 21. öldinni. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar kallar Ingu Sæland, formann Flokks flokksins, valdspilltan leiðtoga og segir hegðun hennar með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna 30. nóvember. Inga greindi frá því í gær að Jakob Frímann og Tómas yrðu ekki oddvitar á listum flokksins í Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Sigurjón Þórðarson verður oddviti í stað Jakobs Frímanns og Ragnar Þór Ingólfsson í stað Tómasar. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ segir Össur. Merkja mátti á yfirlýsingu Jakobs Frímanns í gær að hann væri ekki sáttur við að leiða ekki áfram flokkinn í Norðausturkjördæmi. „Aðskilnaðurinn á sér aðdraganda þar sem við sögu kemur m.a. ólík sýn á leikreglur hreinskiptni og trausts,“ sagði Jakob Frímann. Þá hafði Tómas nýlega látið í ljós ráðherradraum sinn. „Opinber brottrekstur Jakobs Frímanns (og Tomma í Búllunni) úr framboði er ekki aðeins ólýðræðislegur gjörningur hjá leiðtoga sem alltaf er með túlann fullan af lýðræðishjali heldur hreinasta valdníðsla af hennar hálfu. Það sést gjörla þegar rennt er yfir einföld og skýr lög Flokks fólksins á heimasíðu hans.“ Hann vísar til laga flokksins þar sem segi svart á hvítu að það sé uppstillingarnefnd, skipuð af kjördæmaráði, sem geri tillögu að framboðslista. „Í kjölfarið fjalla kjördæmisráð og stjórn um tillöguna á formlegum fundum. Formaðurinn hefur ekki einu sinni frumkvæðisrétt að tilnefningum – hvað þá til að gefa út tilskipanir um að tilteknir flokksmenn megi ekki vera í efstu sætum listanna.“ Gjörningurinn feli því ekki aðeins í sér fyrirlitningu á þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem hún krefjist dag hvern úr ræðustól Alþingis, heldur líka óvanalega gróft brot á lögum flokksins. Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR eru nýir oddvitar Flokks fólksins. Sigurjón tekur við af Jakobi Frímanni og Ragnar af Tómasi. Aðrir oddvitar flokksins eru Inga Sæland, formaður flokksins í Reykjavikurkjördæmi suður, Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingkona flokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. „Að svona gerist á Íslandi á þriðja áratug 21. aldarinnar er með ólíkindum. Kannski á Ítalíu fyrir hundrað árum – en ekki hér og nú. Fjölmiðlar, sem eru helsta aðhaldstæki gegn valdspilltum leiðtogum, hljóta að skýra hvernig þetta samræmist lögum flokksins og hvort verjanlegt sé að flokkur undir slíkri stjórn fái tugmilljónir frá skattborgurum ár hvert í rekstrarstyrki.“ Hann segir Jakob Frímann ástsælan listamann sem eigi vild alls staðar enda merkilegt eintak, eins og Össur kemst að orði. „Enginn hefur náð meiri árangri fyrir kjarabaráttu listamanna en hann. Á sínum tíma var hann hvalreki fyrir Flokk fólksins og náði óvæntum og næsta ótrúlegum árangri með afar óhefðbundinni kosningabaráttu. Í dag er mesta fylgi Flokks fólksins einmitt í hans kjördæmi. Gæti verið að það sé þyrnir í auga drottningarinnar að hann hefur meira fylgi en hún í sínu kjördæmi?“ spyr Össur. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ 22. október 2024 10:04 Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. 21. október 2024 21:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Inga greindi frá því í gær að Jakob Frímann og Tómas yrðu ekki oddvitar á listum flokksins í Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Sigurjón Þórðarson verður oddviti í stað Jakobs Frímanns og Ragnar Þór Ingólfsson í stað Tómasar. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ segir Össur. Merkja mátti á yfirlýsingu Jakobs Frímanns í gær að hann væri ekki sáttur við að leiða ekki áfram flokkinn í Norðausturkjördæmi. „Aðskilnaðurinn á sér aðdraganda þar sem við sögu kemur m.a. ólík sýn á leikreglur hreinskiptni og trausts,“ sagði Jakob Frímann. Þá hafði Tómas nýlega látið í ljós ráðherradraum sinn. „Opinber brottrekstur Jakobs Frímanns (og Tomma í Búllunni) úr framboði er ekki aðeins ólýðræðislegur gjörningur hjá leiðtoga sem alltaf er með túlann fullan af lýðræðishjali heldur hreinasta valdníðsla af hennar hálfu. Það sést gjörla þegar rennt er yfir einföld og skýr lög Flokks fólksins á heimasíðu hans.“ Hann vísar til laga flokksins þar sem segi svart á hvítu að það sé uppstillingarnefnd, skipuð af kjördæmaráði, sem geri tillögu að framboðslista. „Í kjölfarið fjalla kjördæmisráð og stjórn um tillöguna á formlegum fundum. Formaðurinn hefur ekki einu sinni frumkvæðisrétt að tilnefningum – hvað þá til að gefa út tilskipanir um að tilteknir flokksmenn megi ekki vera í efstu sætum listanna.“ Gjörningurinn feli því ekki aðeins í sér fyrirlitningu á þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem hún krefjist dag hvern úr ræðustól Alþingis, heldur líka óvanalega gróft brot á lögum flokksins. Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR eru nýir oddvitar Flokks fólksins. Sigurjón tekur við af Jakobi Frímanni og Ragnar af Tómasi. Aðrir oddvitar flokksins eru Inga Sæland, formaður flokksins í Reykjavikurkjördæmi suður, Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingkona flokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. „Að svona gerist á Íslandi á þriðja áratug 21. aldarinnar er með ólíkindum. Kannski á Ítalíu fyrir hundrað árum – en ekki hér og nú. Fjölmiðlar, sem eru helsta aðhaldstæki gegn valdspilltum leiðtogum, hljóta að skýra hvernig þetta samræmist lögum flokksins og hvort verjanlegt sé að flokkur undir slíkri stjórn fái tugmilljónir frá skattborgurum ár hvert í rekstrarstyrki.“ Hann segir Jakob Frímann ástsælan listamann sem eigi vild alls staðar enda merkilegt eintak, eins og Össur kemst að orði. „Enginn hefur náð meiri árangri fyrir kjarabaráttu listamanna en hann. Á sínum tíma var hann hvalreki fyrir Flokk fólksins og náði óvæntum og næsta ótrúlegum árangri með afar óhefðbundinni kosningabaráttu. Í dag er mesta fylgi Flokks fólksins einmitt í hans kjördæmi. Gæti verið að það sé þyrnir í auga drottningarinnar að hann hefur meira fylgi en hún í sínu kjördæmi?“ spyr Össur.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ 22. október 2024 10:04 Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. 21. október 2024 21:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ 22. október 2024 10:04
Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. 21. október 2024 21:02