ESB: Engar áhyggjur Kjartan Valgarðsson skrifar 22. október 2024 12:17 Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun