Hafa stjórn á sínu fólki? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. október 2024 08:01 Ég skemmti mér vægast sagt vel yfir umræðum á Alþingi um störf þingsins á dögunum þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði EES-samninginn að umtalsefni. Spurði hún Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort hann hefði „ekki stjórn á sínu eigin fólki“ og hvatti hann til þess að „standa í lappirnar“ gagnvart röddum innan flokksins sem gagnrýndu samninginn. Formanni Viðreisnar virtist vera mikið niðri fyrir í umræðunni og sagðist hafa miklar áhyggjur af því hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefndi í þessum efnum. Vildi Þorgerður meina að vaxandi gagnrýni á EES-samninginn innan flokksins þýddi að hann væri að snúa baki við alþjóðasamstarfi og koma þjóðinni í „torfkofana aftur.“ Þá fullyrti hún að samningurinn hefði fært okkur „mikla velsæld, betri lífskjör, aukna hagsæld.“ Mjög áhugavert er fyrir það fyrsta að Þorgerður telji sjálfsagt og eðlilegt að formaður stjórnmálaflokks eigi að stjórna því með hvaða hætti almennir flokksmenn hans tjái sig í þjóðfélagsumræðunni. Gerast sem sagt kaupin á eyrinni þannig innan Viðreisnar? Vert er að hafa í huga að þetta kemur úr sömu átt og alls tilefnislausar kvartanir yfir því að verið sé að þagga niður umræðu um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Vitanlega stendur einfaldlega upp á Þorgerði Katrínu að svara þeim sem gagnrýna EES-samninginn fyrst hún hefur slíkar áhyggjur í þeim efnum í stað þess að reyna að fá aðra til þess. Það væri bæði skemmtilegt og áhugavert ef hún legði í það. Það er alltaf gaman að svara slíkum skrifum rétt eins og skemmtilegum ræðum á Alþingi. Eins og þeim ræðum sem Þorgerðir flutti á dögunum og eru tilefni þessara skrifa. Hindrun í milliríkjaviðskiptum Hvað alþjóðasamstarf annars varðar er ljóst að ef aðild að EES-samningnum væri mælikvarði á það hvort ríki teldust hlynnt slíku samstarfi væru væntanlega langflest ríki heimsins andvíg því enda ekki aðilar að honum. Heimurinn telur þannig um 200 ríki og standa þar af um 160 ríki utan samningsins. Hvað Ísland varðar er það á meðal þeirra ríkja sem eiga í hvað mestu alþjóðlegu samstarfi óháð aðildinni að honum. Mjög langur vegur er vitanlega frá því að EES-samningurinn sé slíkur mælikvarði. Þvert á móti er samningurinn í vaxandi mæli hindrun þegar kemur að alþjóðasamstarfi og þá ekki sízt viðskiptum við önnur markaðssvæði sem miklu fremur eru markaðir til framtíðar. Á sama tíma heldur hnignun Evrópusambandsins áfram líkt og undanfarna áratugi samkvæmt skýrslum þess sjálfs. Ekki sízt vegna íþyngjandi regluverks. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir til að mynda í skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og gefin var út í apríl síðastliðnum. Efnahagslega hafi Evrópusambandið dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Jafnvel þó asísk hagkerfi séu ekki tekin inn í myndina hefur innri markaður Evrópusambandsins einnig dregizt aftur úr Bandaríkjunum. Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan sambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Þó Bandaríkin séu mun fámennari en Evrópusambandið hefur þessi þróun haldið áfram. Hver er efnahagsávinningurinn? Með aðildinni að EES-samningnum höfum við Íslendingar hengt okkur á klafa hnignandi markaðar miðað við það sem er að gerast annars staðar. Evrópusambandið mun áfram skipta máli sem markaður en í sífellt minna mæli. Með öðrum orðum má ljóst vera að ef eitthvað er á leiðinni í torfkofana í þessum efnum er það sambandið og innri markaður þess með Ísland í farteskinu vegna aðilda landsins að EES-samningnum Vegna EES-samningsins er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn svigrúmið í þeim efnum. Einkum vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu í gegnum hann sem gjarnan er hannað sem tæknilegar viðskiptahindranir til verndar framleiðslu innan þess. Hvað varðar fullyrðingu Þorgerðar um að EES-samningnum hafi fært okkur Íslendingum mikla velsæld, betri lífskjör og aukna hagsæld er raunin sú að ekkert er hægt að fullyrða í þeim efnum. Við vitum þannig einfaldlega ekki hver efnahagslegur ávinningur okkar af aðildinni að samningnum er vegna þess að það hefur í raun aldrei verið sýnt fram á hann eins og komið hefur til dæmis fram í gögnum frá stjórnvöldum. Farin hefur iðulega verið sú leið í þeim efnum að eigna EES-samningnum alla jákvæða efnahagsþróun hér á landi frá gildistöku hans þrátt fyrir að það sé „vandkvæðum bundið að greina á milli almennra áhrifa opnunar markaða og sértækra áhrifa EES-samningsins eða annarrar efnahagslegrar þróunar á þeim tíma sem EES-samningurinn hefur verið í gildi“ líkt og fram kom í svari forsætisráðuneytisins 2009 við þingfyrirspurn. Vilja ekki þurfa að verja EES Forystumenn Viðreisnar snúast iðulega til varnar þegar EES-samningurinn er gagnrýndur út frá sjónarhóli fullveldisins. Það er að segja að tímabært sé að skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag. Hafa má í huga í því sambandi að við höfum þegar skipt EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning í tilfelli Bretlands án þess að neitt færi á hliðina. Með fríverzlunarsamningnum við Bretland voru viðskiptahagsmunir Íslands þvert á móti tryggðir með óbreyttum hætti á við EES-samninginn sem meira að segja Þorgerður gat ekki annað en viðurkennt þegar samningurinn lá fyrir. Hins vegar án þess að framselja í vaxandi mæli vald yfir íslenzkum málum til viðsemjandans og taka upp sífellt meira íþyngjandi regluverk frá honum eins og í tilfelli EES-samningsins. Mjög skiljanlegt er annars að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið vilji ógjarnan vera settir í þá stöðu að þurfa að eyða tíma sínum og orku í það að reyna að verja aðildina að EES-samningnum í stað þess að geta einbeitt sér alfarið að því markmiði sínu að við Íslendingar göngum í sambandið. Eðlilega vilja þeir geta treyst því að Ísland muni aldrei verða minna undir vald Evrópusambandsins sett en sem nemur samningnum. Markmiðið er ljóslega um leið að fá andstæðinga inngöngu Íslands í Evrópusambandið til þess að sjá um það að verja aðildina að EES-samningnum svo stuðningsmenn þess að gengið verði í sambandið geti einbeitt sér að því að gagnrýna hann á sínum forsendum. Það er að segja að ekki sé gengið nógu langt undir vald stofnana Evrópusambandsins með samningnum og fyrir vikið þurfi að fara alla leið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skemmti mér vægast sagt vel yfir umræðum á Alþingi um störf þingsins á dögunum þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði EES-samninginn að umtalsefni. Spurði hún Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort hann hefði „ekki stjórn á sínu eigin fólki“ og hvatti hann til þess að „standa í lappirnar“ gagnvart röddum innan flokksins sem gagnrýndu samninginn. Formanni Viðreisnar virtist vera mikið niðri fyrir í umræðunni og sagðist hafa miklar áhyggjur af því hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefndi í þessum efnum. Vildi Þorgerður meina að vaxandi gagnrýni á EES-samninginn innan flokksins þýddi að hann væri að snúa baki við alþjóðasamstarfi og koma þjóðinni í „torfkofana aftur.“ Þá fullyrti hún að samningurinn hefði fært okkur „mikla velsæld, betri lífskjör, aukna hagsæld.“ Mjög áhugavert er fyrir það fyrsta að Þorgerður telji sjálfsagt og eðlilegt að formaður stjórnmálaflokks eigi að stjórna því með hvaða hætti almennir flokksmenn hans tjái sig í þjóðfélagsumræðunni. Gerast sem sagt kaupin á eyrinni þannig innan Viðreisnar? Vert er að hafa í huga að þetta kemur úr sömu átt og alls tilefnislausar kvartanir yfir því að verið sé að þagga niður umræðu um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Vitanlega stendur einfaldlega upp á Þorgerði Katrínu að svara þeim sem gagnrýna EES-samninginn fyrst hún hefur slíkar áhyggjur í þeim efnum í stað þess að reyna að fá aðra til þess. Það væri bæði skemmtilegt og áhugavert ef hún legði í það. Það er alltaf gaman að svara slíkum skrifum rétt eins og skemmtilegum ræðum á Alþingi. Eins og þeim ræðum sem Þorgerðir flutti á dögunum og eru tilefni þessara skrifa. Hindrun í milliríkjaviðskiptum Hvað alþjóðasamstarf annars varðar er ljóst að ef aðild að EES-samningnum væri mælikvarði á það hvort ríki teldust hlynnt slíku samstarfi væru væntanlega langflest ríki heimsins andvíg því enda ekki aðilar að honum. Heimurinn telur þannig um 200 ríki og standa þar af um 160 ríki utan samningsins. Hvað Ísland varðar er það á meðal þeirra ríkja sem eiga í hvað mestu alþjóðlegu samstarfi óháð aðildinni að honum. Mjög langur vegur er vitanlega frá því að EES-samningurinn sé slíkur mælikvarði. Þvert á móti er samningurinn í vaxandi mæli hindrun þegar kemur að alþjóðasamstarfi og þá ekki sízt viðskiptum við önnur markaðssvæði sem miklu fremur eru markaðir til framtíðar. Á sama tíma heldur hnignun Evrópusambandsins áfram líkt og undanfarna áratugi samkvæmt skýrslum þess sjálfs. Ekki sízt vegna íþyngjandi regluverks. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir til að mynda í skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og gefin var út í apríl síðastliðnum. Efnahagslega hafi Evrópusambandið dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Jafnvel þó asísk hagkerfi séu ekki tekin inn í myndina hefur innri markaður Evrópusambandsins einnig dregizt aftur úr Bandaríkjunum. Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan sambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Þó Bandaríkin séu mun fámennari en Evrópusambandið hefur þessi þróun haldið áfram. Hver er efnahagsávinningurinn? Með aðildinni að EES-samningnum höfum við Íslendingar hengt okkur á klafa hnignandi markaðar miðað við það sem er að gerast annars staðar. Evrópusambandið mun áfram skipta máli sem markaður en í sífellt minna mæli. Með öðrum orðum má ljóst vera að ef eitthvað er á leiðinni í torfkofana í þessum efnum er það sambandið og innri markaður þess með Ísland í farteskinu vegna aðilda landsins að EES-samningnum Vegna EES-samningsins er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn svigrúmið í þeim efnum. Einkum vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu í gegnum hann sem gjarnan er hannað sem tæknilegar viðskiptahindranir til verndar framleiðslu innan þess. Hvað varðar fullyrðingu Þorgerðar um að EES-samningnum hafi fært okkur Íslendingum mikla velsæld, betri lífskjör og aukna hagsæld er raunin sú að ekkert er hægt að fullyrða í þeim efnum. Við vitum þannig einfaldlega ekki hver efnahagslegur ávinningur okkar af aðildinni að samningnum er vegna þess að það hefur í raun aldrei verið sýnt fram á hann eins og komið hefur til dæmis fram í gögnum frá stjórnvöldum. Farin hefur iðulega verið sú leið í þeim efnum að eigna EES-samningnum alla jákvæða efnahagsþróun hér á landi frá gildistöku hans þrátt fyrir að það sé „vandkvæðum bundið að greina á milli almennra áhrifa opnunar markaða og sértækra áhrifa EES-samningsins eða annarrar efnahagslegrar þróunar á þeim tíma sem EES-samningurinn hefur verið í gildi“ líkt og fram kom í svari forsætisráðuneytisins 2009 við þingfyrirspurn. Vilja ekki þurfa að verja EES Forystumenn Viðreisnar snúast iðulega til varnar þegar EES-samningurinn er gagnrýndur út frá sjónarhóli fullveldisins. Það er að segja að tímabært sé að skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag. Hafa má í huga í því sambandi að við höfum þegar skipt EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning í tilfelli Bretlands án þess að neitt færi á hliðina. Með fríverzlunarsamningnum við Bretland voru viðskiptahagsmunir Íslands þvert á móti tryggðir með óbreyttum hætti á við EES-samninginn sem meira að segja Þorgerður gat ekki annað en viðurkennt þegar samningurinn lá fyrir. Hins vegar án þess að framselja í vaxandi mæli vald yfir íslenzkum málum til viðsemjandans og taka upp sífellt meira íþyngjandi regluverk frá honum eins og í tilfelli EES-samningsins. Mjög skiljanlegt er annars að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið vilji ógjarnan vera settir í þá stöðu að þurfa að eyða tíma sínum og orku í það að reyna að verja aðildina að EES-samningnum í stað þess að geta einbeitt sér alfarið að því markmiði sínu að við Íslendingar göngum í sambandið. Eðlilega vilja þeir geta treyst því að Ísland muni aldrei verða minna undir vald Evrópusambandsins sett en sem nemur samningnum. Markmiðið er ljóslega um leið að fá andstæðinga inngöngu Íslands í Evrópusambandið til þess að sjá um það að verja aðildina að EES-samningnum svo stuðningsmenn þess að gengið verði í sambandið geti einbeitt sér að því að gagnrýna hann á sínum forsendum. Það er að segja að ekki sé gengið nógu langt undir vald stofnana Evrópusambandsins með samningnum og fyrir vikið þurfi að fara alla leið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun