Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 22:46 William Saliba sá rautt gegn Bournemouth. Steven Paston/Getty Images Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira