Vill Sólveigu á lista Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 21:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi suður segir að listar flokksins verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Vísir/Sigurjón Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira